Jólaklukkur - 01.12.1941, Síða 4

Jólaklukkur - 01.12.1941, Síða 4
2 JÓLAKLUKKUR ^Krístníboðíð Sr þörf á því? Sr gagn að því? Kristniboðið er staðreynd. Það er hægt að þegja um það. Og það er hægt að vera fáfróður um það, eins og öll önnur mál. En tilveru þess getur enginn neitað. Mjög merkur maður heldur því fram, að það sé tvímælalaust voldugasta hreyfing í heimi. Á vegum evangelisku kirkjunnar einnar vinna nú um 27 þús. kristniboðar, en innbornir samverkamenn þeirra eru um 200 þús. í söfnuðum kristniboðsins eru yfir 13 millj. meðlimir. í skólum þess eru a. m. k. 3 millj. nemendur. Og 9 millj. sjúklingar eru árlega lagðir inn á sjúkrahús kristni- boðsins, sem eru mikið á 4. þús. að tölu. Svo mætti lengi telja. Og þetta starf allt er kostað með frjálsum framlögum evan- geliskra kristniboðsvina víða um heim. Um það verður ekki deilt, að kristniboð er til í heiminum og er, þrátt fyrir allt, enn í fullum gangi. Hinsvegar eru og hafa allt- af verið skiptar skoðanir um það, hvern rétt það eigi á sér, tilverurétt þess, nauð- syn þess og gagn. } Er þörf á því? Já, á því er þörf vegna þess fyrst og fremst, að enginn maður má við því að fara á mis við fagnaðarerindi Jesú Krists. Neyð heiðingjanna, bæði í andlegum og tíman- legum efnum, stafar af því, að fagnaðar- erindið hefir ekki verið þeim boðað, — eins og neyð Evrópuþjóðanna stafar af því að fagnaðarerindið hefir ekki verið meðtekið. Sú neyð er fyrst og fremst andlegs eðlis. En andleg neyð þeirra kemur hvergi aug- ljósara fram en í trúarbrögðum þeirra. Þeir hafa sín trúarbrögð, en þekkja þó ekki hinn eina, sanna, lifandi Guð. Það er alveg óhætt að taka þau orð Jesú trúanleg, að „eigi gjör- þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn, og sá er sonurinn vill opinbera hann,“ Matt. 11, 27. Heiðingjarnir hafa sín trúarbrögð. En þeir hafa engan frelsara. Þeir leita Guðs og geta ekki án hans verið fremur en aðrir menn, en finna hann ekki. Svo grípa þeir til örþrifaráða og reyna að fylla með ein- hverju móti sjálfir það tóaarúm í sálinni, sem Guð einn getur fyllt. Þeir búa sér til hjáguði og fórna þeim jafnvel sínum eigin sonum. Þeir tilbiðja að heita má allt, sem nöfnum kann að nefnast: Skurðgoð úr leir og grjóti, tré og málmum. Þeir tilbiðja tré og skóga, steina og fjöll, uppsprettur og ár, skordýr og alls konar kvikindi, lifandi menn og liðna o. s. frv. Fórnir þeirra og bænir eru til þess gerðar að blíðka reið goð og illa anda; í trúarlífi þeirra er óttinn öllum öðr- um tilfinningum yfirsterkari. Því sagði líka sá maður, sem höndlaður var af Kristi flestum mönnum fremur, en þekkti jafnframt vel til heiðindómsins: „Ég er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa, — já, vei mér, ef ég boða ekki fagnaðarerindið." Einn af elztu kristniboðunum norsku í

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.