Jólaklukkur - 01.12.1941, Qupperneq 7

Jólaklukkur - 01.12.1941, Qupperneq 7
JÓLAKLUKKUR 5 Saeðið graer og* vex Er ekki málefni Drottins komið í mola í höndum mannanna á þessum blóðugu hörmungatímum? Er ekki röddin, sem boðar Guðs frið, kæfð í vígaglami, er ekki orð kærleikans orðið að háði frammi fyrir hatrinu? Hefir ekki maðurinn drekkt hverri hugsjón og hverri skyldu sinni í blóði? Vér spurðum um málefni Drottins. Svar- ið felst í spurningunni sjálfri. Málefni Drottins er og verður hans málefni, en ekki mannanna. Sæðið er hans. Vöxturinn er hans. Uppskeran er hans. Kristniboðið á við mikla erfiðleika að stríða, mannlega séð, á vorum tímum. Sam- bönd heimakirkna allra landa við trú- boðsstöðvar sínar eru torveld eða slitin með öllu. Þýzku trúboðsfélögin eru t. d. slitin úr öllum beinum tengslum við starfsstöðv- ar sínar og starfsmenn í heiðnum löndum. Sama máli gegnir um danska, norska, finnska og hollenzka kristniboðið. Um 2500 kristniboðar starfa nú í hinum fjarlægu löndum án nokkurs styrks að heiman. Brezkir og amerískir kristniboðsvinir minn- ast þessara bræðra sinna og ljá þeim þann fjárstyrk, sem þeir megna. Kirkjan er ein. Kristi er ekki „skipt í sundur“. Málefni hans sameinar þá, sem því vilja helgast. Á trúboðsakrinum „faðmast fjarlægir lýðir.“ Hið alþjóðlega trúboðsráð, sem hefir að- setur í London, er svift möguleikum til þess að hafa yfirsýn yfir kristniboðsstarfsemina eins og nú standa sakir. En það er starfað á akri Drottins meðal heiðinna þjóða. — „Sæðið grær og vex.“ Undanfarin ár hafa verið frjósöm og blessunarrík, tala krist- inna manna vaxið til muna. Árið 1925 voru um 8 milljón evangelisk-kristnir menn í hinum heiðnu löndum. Tíu árum síðar voru þeir 13 milljónir. Þessi aukning er, mann- lega séð, fyrst og fremst að þakka starf- semi hinna nýju kirkna í trúboðslöndunum. Kirkjur Evrópu og Ameríku höfðu síð- ustu árin fyrir stríð sent út færri kristni- boða en áður og fjárstyrkur þeirra til starfsins rýrnað. En hinar nýju kirkjur láta ekki merkið falla. í Indlandi, Kína, Japan, Afríku starfa kristnar kirkjur, greinar á meiði hinnar almennu kristni, sem lifa og starfa og vaxa nú þegar án beins styrks frá móðurkirkjum Norður- og Vesturálfunnar. Súrdeig fagnaðarerindis- ins hefir borizt um allan heim. Það fer ekki mikið fyrir því í milljónagrúanum. En fyr- irheitin eru við það bundin. Ef Evrópu skyldi blæða út og mannvirki hennar standa eftir í eyddum, menningarsnauð- um löndum eins og dauðir skuggar á tjaldi fortíðarinnar, þá lifir samt í fjarlægum landsálfum það ljós, sem Drottinn tendraði á yzta odda þessarar álfu, þegar hann leiddi Pál forðum yfir Hellusund, og barst þaðan norður til íshafseyjarinnar á hinum nyrzta hjara. Kristniboðið hefir verið dýrlegasta hlut- verk kristinnar kirkju í öllum löndum. Og svo er enn, einnig á voru landi. Drottinn Kristur kallar á áhuga þinn fyrir því hlut- verki, á framlög þín, kærleika þinn, bæn þína. Málefni Drottins er hans málefni. En ef þú ert hans, þá á það málefni þig og þína krafta. Sbj. E.

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.