Jólaklukkur - 01.12.1941, Síða 12
10
JÓLAKLUKKUR
Kristniboðið
höfðu reykt ópíum, urðu líka kristin, ásamt
þeirra börnum og öllu heimilisfólki.
Yang var öldungur safnaðarins þar á
stöðinni. Hann var sívitnandi og átti
naumast svo samtal við menn, að hann
ekki talaði um Drottin. Og fólk hlýddi á
hann, því flest hafði það þekkt hans fyrra
líf og séð þá breytingu, sem orðið hafði á
honum. Það var ekki sízt hans vitnisburði
að þakka, að 56 meðlimir bættust söfn-
uðinum tvö síðustu árin, sem við vorum
þar.
Hans nýja líf og fjölmargra einstaklinga,
sem hafa áunnizt fyrir Krist á kristni-
boðsakrinum, er svarið, sem við gefum við
spurningunni um það, hvert gagn kristni-
boðið gerir.
Páll postuli gerði sig vel ánægðan með
þann árangur af sínu kristniboði, að fólk
snérist, þar sem hann starfaði, til Guðs. í
fyrra bréfinu til Þessalonikumanna gleðst
hann yfir því, „hvernig þér sneruð yður til
Guðs frá skurðgoðunum, til þess að þjóna
lifandi og sönnum Guði.------Því að hver
er von vor effa gleði vor eða hrósunarkór-
óna vor?“ skrifar hann. „Eruð það ekki
einmitt þér, frammi fyrir Drottni vorum
Jesú við komu hans? Jú, þér eruð vegsemd
vor og gleði.“
Sumir þessara manna, sem hafa áunn-
izt fyrir Krist með kristniboðsstarfinu,
hafa náð heimsfrægð sakir lífs síns og
vitnisburðar í þjónustu hans, eins og t. d.
Kagawa í Japan og Sadu Sundar Sing á
Indlandi og Sung Mei-lin forsetafrú Kína-
veldis.
Og þó er takmarki kristniboðsins þar
með ekki náð, að margir einstaklingar
hafa áunnizt fyrir Krist.
Á starfsmannamóti, sem var haldið rétt
um það leyti, er við lögðum af stað heim,
lýsti einn af okkar kínversku samverka-
mönnum takmarkinu á þá leið, að „til-
gangur Kristniboðsins er að boða heiðingj-
unum fagnaðarerindið og stofna söfnuði,
sem svo taki við boðun fagnaðarerindis-
ins.“
Þetta tel ég vera rétt sagt. Því um söfn-
uðinn er það sagt, en ekki einstaklinginn,
að hann „er söfnuður lifanda Guðs, stólpi
og grundvöllur sannleikans". Þá hefir
kristindómurinn fest rætur, og þá er fram-
tíð hans tryggð, er myndazt hafa lifandi,
sjálfstæðir og starfshæfir söfnuðir.
Til eru skýrslur sem sýna, að þessu tak-
marki er þegar að einhverju leyti náð. T. d.
hafði söfnuðum evangeliska alheimstrú-
boðsins á kristniboðsakrinum bætzt 5 mill-
jónir skírðra meðlima á síðastliðnum 10
árum.
í trúboðsumdæmi norska félagsins, sem
við höfum starfað í sambandi við, voru
þegar við fórum heim, 22 skipulagðir söfn-
uðir, sem launuðu sína eigin forstöðumenn
eða presta. En smáhópar trúaðra í þorp-
unum, víðsvegar í umdæminu, voru marg-
falt fleiri. Þroskist þeir eðlilega verða þeir
orðnir, áður langt um líður, sjálfstæðir
söfnuðir.
Ólafur Ólafsson.
Hvað er Jcristindómurinn?
Hann er rétt og sönn trú á einn Guð, sem skapað
hefir himin og jörð, sú er kröftug sé til fram-
kvæmdar þeirra hluta, sem Guð hefir boðið, og til
að forðast þá hluti, er hann bannað hefir, og svo
til að gjöra manninn sáluhólpinn fyrir Jesú Kristi
forþénustu. Jón biskup Vídalín.
Bœn.
Kenn oss, ó góði Drottinn, að þjóna þér eins og
maklegt er; gefa og horfa ekki í kostnaðinn; berjast
og skeyta ekki um sár vor; erfiða og æskja oss
engra launa annarra en vitundarinnar um það, að
vér gerum þinn vilja. Ignatius Loyola.