Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 13
JÓLAKLUKKUR
11
Þú muiit finna það aftnr
ástundunarsamari, undanfarið. Trúboðinn
spurði drengina, hvort þeir vissu, hvernig
á því stæði, að hann hefði' ekki komið. En
þeir vissu ekkert um hann. Var hann ef tii
vill veikur? Við vitum það ekki. Eða er
hann fluttur úr byggðarlaginu? Við vitum
það ekki.
Þegar svona stendur á, er tilgangslaust
að spyrja slíka drengi. Þeir þykjast ekkert
vita, og úr því er ekki að aka, þó að þeir
viti allir það, sem um er spurt. En trúboð-
inn komst síðar að því, hvernig í þessu lá.
Ættingjar drengsins höfðu verið farnir að
óttast, að hann myndi verða kristinn, —
og þá var honum haldið heima. Og ekki er
hægt að gera fólki hér skiljanlegt, hvílíku
grimmdar-valdi er beitt við ungmennin,
þegar þannig stendur á.
En hvað sem um það er: Ranaívó kom
ekki í skólann framar og fólk hans flutti
skömmu síðar úr byggðarlaginu. Trúboð-
inn missti alveg sjónar af drengnum.
*
Aldarfjórðungur líður. Ungi trúboðinn er
óðum tekinn að reskjast og farinn að láta
æði mikið ásjá, eftir langt og erfitt starf
og óhollt loftslag. En sæðið, sem hann og
samstarfsmenn hans hafa sáð, — bæði
hvítir menn og „mislitir“, — er nú orðið að
fögrum gróðri. Þeir eru búnir að stofna
söfnuði víðsvegar á umboðssvæði sínu.
Og nú langar trúboðann til að koma upp
samkomuhúsi í litlu sjávarþorpi, nokkru
fyrir norðan aðalstöðvarnar. Hann sendir
þangað einn ötulasta aðstoðarmann sinn
og með honum nokkra verkamenn, sem
eiga að byggja húsið.
Þeir taka á leigu kofa, þar sem þeir búa,
á meðan á byggingunni stendur. Á kvöldin
hafa þeir guðræknisstundir í þessum kofa,
og sálmarnir óma út í dimma og hljóða
nóttina.
Þeir taka eftir því fyrsta kvöldið, að
fyrir utan kofann stendur maður, sem er
að hlusta á sönginn. Kvöldið eftir kemur
hann hljóðlega inn í kofann til þeirra,
þessi sami maður, sest á hækjur sér á gólf-
mottuna og hlýðir með athygli á guðsorðið
og sálmasönginn. Þeir rétta honum sálma-
bók, og það kemur þá á daginn, að hann
veit að minnsta kosti, hvernig hann á að
snúa henni í hendi sér. Það mikið er eftir
af hálfgleymdri tilsögn — fyrir aldarfjórð-
ungi.
Ó-jú, — þetta er Ranaívó. Nú á hann
heima í þessu þorpi,- og er búinn að vera
þarna í mörg ár. Og þegar búið er þannig
,,að setja tengilinn í samband“ biður hann
um tilsögn, því að nú vill hann verða
kristinn maður, og nú er hann fulltíða
maður og sjálfráður gerða sinna, svo að
ættingjarnir geta ekki aftrað honum.
Og skírnar-undirbúningi hans miðar
áfram með sama hraða og byggingar-
starfinu. Og hann er ekki einn, — hann á
konu og sex börn. Þau verða líka að njóta
tilsagnarinnar.
Húsið er fullgert og tilbúið til afnota,
og nú á að vígja það. Vígslan fer fram í
sambandi við ársfjórðungamót, sem stend-
ur í þrjá daga. Þar fara fram samræður,
vitnisburðir eru fluttir, fórnir færðar til
sjálfhjálparinnar, og loks er sameiginleg
altarisganga,
En aðalatriðið er þó skírnarathöfnin. Það
er gamli trúboðinn, sem framkvæmir hana.
Hann hefir að fyrirsögn Ritningargreinina,
sem tilfærð er hér að framan. Og auðvelt
er að geta sér þess til, að það hefir verið
honum merkisatburður, að eiga nú að skíra
Ranaívó og allt hans fólk. Fyrst yngsta
barnið og síðan hvert af öðru eftir aldri,
þá móðurina og loks Ranaivó sjálfan.