Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 16

Jólaklukkur - 01.12.1941, Blaðsíða 16
14 ÍÓLAKLUKKÚÉ Erlendur fór aðeins hálfa ferð til þess að verjast ágjöfum, og eftir nærri klukkutíma barning taldi hann sig vera kominn suður undir Svörtudranga. Honum brá nokkuð við, er hann uppgötvaði, að aftur hafði syrt í lofti. Hann vissi, að hann hafði siglt í % klst. í grænu ljósi vitans, og þess vegna hlaut hann að vera kominn á staðinn. Hann stöðvaði því nærri vélina og lét reka hægt undan. Það var byrjað að snjóa aftur og stormurinn var heiftarlegur. Þegar hann hafði lónað þarna góða stund, ákvað hann hryggur í bragði að snúa aftur heimleiðis, hann sá að heimska var að ætla sér nokkuð meira. En þá heyrði hann allt í einu eitthvað hljóð, sem skarst í gegnum rót hafsins. Hann hlustaði og ópið heyrist aftur glöggt, á bakborða. Hann þeytti þokulúðurinn og tók stefnu á hljóðið. Eftir góða stund hægði hann á sér og heyrði þá hróp og köll í mörgum mönnum og brátt sá hann grilla í dauft ljós fram- undan. Hann stöðvaði vélina og hrópaði, en köll hans köfnuðu í veðurhamnum. Þá datt honum í hug að setja olíuna í sjóinn og reyna að færa sig nær. Þetta hafði hin ótrúlegustu áhrif. Það var eins og hinar grimmu, reiðu öldur stirðnuðu. Hann gat því fært sig nær og heyrði þá hrópað til sín, að báturinn væri brotinn og kominn að því að sökkva, og þá var ekki um annað að gera en að láta hrökkva eða stökkva. Hann tæmdi alveg úr öðrum brúsanum og lét brákina berast undan veðrinu. Áður en hann vissi af og án þess að hann sæi hvað um var að vera, hafði hann krækt krók- stjaka af heljarafli í eitthvað sem líktist bátsflaki, og á sömu stundu þustu nokkrir menn upp í bátinn hans. „Eru allir komnir?“ hrópaði Erlendur. Honum var svarað játandi og hann krækti stjakanum úr, hljóp aftur að vélinni og stýrinu, til að rétta bátinn af, því hann lá illa fyrir. Þetta gerðist allt á svo skammri stundu, að Erlendur gat eiginlega enga grein gert sér atburðanna. Loks þegar maður með telpu í fanginu og konu við hlið sér kom til hans, áttaði hann sig til fulls. „Hvað hefir komið fyrir ykkur?“ spurði Erlendur. Maðurinn varð fyrir svörum og sagði til sín. Það var vitamálastjórinn sjálfur, kona hans og dóttir, og með þeim voru átta skipverjar af vitaskipinu. „Átta — allir, það var gott.“ Vitamálastjórinn hafði verið í áríðandi erindagjörðum norð- ur í landi, og tekið sér far með vitaskipinu tii að komast heim fyrir jólin, svo höfðu þeir lent í þessu aftaka veðri og blindbyl og loksins strandað við drangana. Skipið var að liðast í sundur og þeir voru tilneyddir að fara í bátinn, sem þó brotnaði við skips- hliðina svo að hann varð vart sjófær. Erlendur var löngu hættur að hlusta á það, sem vitamálastjórinn hafði að segja af ferðalagi sínu, hann horfði áhyggju- fullur í kringum sig, því slyddurbylur var kominn á aftur. Hvert sem hann leit, var ekkert að sjá nema byl og myrkur. Menn- irnir húktu eins og vofur frammi í bátnum í bjarmanum af ljóskerinu. Erlendur skim- aði eftir vitanum, en gat hvergi komið auga á ljósið. Nú var ekki um annað að gera en að reyna að taka stefnuna eftir veðurátt- inni. En ljótt var útlitið. Það var löng þögn. „Hver ert þú, drengur minn?“ spurði ó- kunni maðurinn. „Ég heiti Erlendur.“ „Nú, sonarsonur gamla vitavarðarins. Þetta sýndist mér. Hvers vegna kom afi þinn ekki með þér?“ „Afi liggur veikur,“ svaraði Erlendur stutt. „Ha, hvað segirðu, liggur hann veikur? Þetta fyrirkomulag nær ekki nokkurri átt. Hvað hefi ég verið að hugsa?“ Vitamála- stjórinn sá, að Erlendur leit órólega í kring

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.