Jólaklukkur - 01.12.1941, Qupperneq 17
I
JÓLAKLUKKUH
15
um sig. „Eftir hverju stýrir þú nú, drengur
minn? Ég sé ekkert nema byl og myrkur.“
„Ég stýri eftir vitaljósinu,“ skrökvaði Er-
lendur.
„Hvar er það?“ Maðurinn skimaði í kring-
um sig.
„Beint framundan á bakborða," svaraði
Erlendur, hann vissi að vitinn átti að vera
þar einhvers staðar, en hann hafði ekkert
séð. Hann stýrði upp á von og óvon eitt-
hvað út í bláinn.--------
Gamli vitavörðurinn bylti sér órólega í
rúminu.
„Ó, Guð, vertu mér miskunnsamur, af
því að það er jólanótt. Verndaðu drenginn
minn, bjargaðu mönnunum. Ég á sök á því
að senda hann út í dauðann. Hvernig —
hvað á ég að gera? Hvað er þetta á glugg-
anum? Erlendur! Það er Erlendur! Nei,
vitleysa, það er bara snjór, sem byrgir al-
veg gluggann — byrgir hann, ha? Byrgir
hann þá ekki líka vitagluggana? Jú, auð-
vitað, og ekkert ljós nær að skína út um þá.
Hvernig á „Svanurinn“ þá að komast að
landi, ef hann sér ekkert vitaljós? Hann
getur það ekki, — það er ómögulegt. Hann
brotnar í spón við klettana, eða hverfur
út í veðurofsann — finnur ekki eyna.“
Vitavörðurinn staulaðist framúr og þreif-
aði eftir fötunum sínum.
„Ég verð að fara og þurrka af glerjunum.
Það dugar ekki að liggja svona.“ Gamli
maðurinn slagaði út úr húsinu eins og
drukkinn maður. Hann var ekki fyrr kom-
inn út, en veðrið fleygði honum um koll á
hálu og blautu hlaðinu. Stafurinn hans
strauk í burtu út í myrkrið. Þá var ekki
um annað að gera en að skríða á fjórum
fótum út í vitann, en seint gekk það, og erf-
iðir voru stigarnir.
„Ég þakka miskunnsemi þinni. Nú er ég
ánægður.“
Það rofaði aðeins til, og allt í einu sá Er-
lendur rautt vitaljósið beint framundan og
þó heldur á stjórnborða. Hann snarbeygði
„Svaninum“. Var hann virkilega að ganga
beint í opinn dauðann með þessi 12 manns-
líf, sem voru innanborðs?
„Þarna er vitinn okkar,“ sagði hann
stoltur, og benti með hendinni. Allir horfðu
með fögnuði á ljósið.
Lendingin gekk að óskum. Það má vera
illt í sjóinn, ef ekki er hægt að lenda í
Naustavík og nú voru auk þess sterk og
snör handtök, sem settu bátinn.
Rúmið hans afa var autt. Erlendur starði
á það nokkur augnablik, en svo var eins og
hann áttaði sig. Hann tók viðbragð, greip
luktina og hljóp út. Vitamálastjórinn og
tveir menn aðrir fóru í humátt á eftir
honum og áleiðis út að vitanum. Þegar þeir
komu upp, fundu þeir vitavörðinn liggjandi
á gólfinu. Augun voru brostin, hann hafði
fallið á varðstaðnum.
, Baldi.
Hvað er sannleikur?
Ég vil ekki dylja yður þess, bræður, hvað ég álít
sannleika; þessari spurningu virðist mér, að því er
trúarbrögðunum viðvíkur, ærið hægt að svara: Svo
sannarlega sem nokkuð er satt og áreiðanlegt, þá
er það það, að Guðs sonur er kominn í heiminn til
að friðþægja heiminn við Guð. Sannleikann er
hvergi ómengaðan að finna nema í hans orði, sem
til þess er fæddur og í heiminn kominn, að hann
beri sannleikanum vitni; enginn getur annan
grundvöll lagt en þann sem lagður er, og ekkert
nafn er mönnum til sáluhjálpar gefið utan nafn
þess krossfesta. Já, þó það kæmi engill af himni
og boðaði annan lærdóm en þann, sem frelsarinn
og postular hans hafa boðað, þá væri hann lygi
og í honum væri enginn sannleikur.
Séra Tómas Sœmundsson.