Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 3
í guðspjalli jólahátíðarinnar er getið um lokaðar dyr. I fylling tímans, er hinn langþráði og fyrirheitni Kristur Jesús kom í heiminn, voru mennirnir eigi viðbúnir komu hans og úthýstu honum-------það var eigi rúm í gistihúsinu----. Þegar klukkurnar hringja inn jólahátíð- ina, og vér segjum „gleðileg jól“ hvert við annað er tilhlýðilegt að minnast þessa. A jólunum uppspretta svo margar minn- ingar um eitt og annað frá liðnum árum, en vér ættum þá að minnast þess, að Drottni Kristi var úthýst á hinum fyrstu jólum. „Hann kom til eignar sinnar------,“ Guð vitjaði vor á einstæðan hátt, þegar Kristi var úthýst á hinum fyrstu jólum. Her- skarar himnanna sungu um dýrð hans og frið á jörðu kunngjörandi öllum lýðum, að frelsari væri oss fæddur, — „og hans eigin menn tóku eigi við honum.“ Nú á þessum jólum, þegar vottar hans hafa hrópað og boðað hjálpræðið fyrir trúna á hann í nítján aldir —, hrópað, svo að löndin heyri orð Drottins —, er lionum enn úthýst, „hann eigin menn“ úthýsa hon- um. Þeir, er urðu honum samgrónir fyrir laug endurfæðingarinnar, skírnina, en eru nú hnignandi og visnandi limir á líkama hans, því að þeir hafa eigi hirt um köllum sína, né varðveitt hjarta sitt frá glundroða spilltrar veraldar. Þeir hafa lokað dyrum hjarta síns. Þannig finnur Kristur fjölmörg hjörtu á þessum jólum, hjörtu, sem hann vildi þó gera sér bústað í, en honum er úthýst, þar er eigi rúm fyrir hann né frelsandi orð hans, orð, er bera með sér þrá til sáluhjálpar, hins eilífa lífsins. Þar er eigi rúm fyrir fögnuðinn, sem lofsungið er af himneskum herskörum: „í dag er yður frelsari fædd- ur, sem er Drottinn Kristur." Aðgætum og reynum lijörtu vor, hvort þau eru fús til að meðtaka þennan fögnuð, fús til að uppljúkast og meðtaka Heilagan Anda. Við höldum þeirri minningu jól- anna, að Drottni Kristi var úthýst. Hún geymir í sér neyð guðvana heims, er fálmar ráðvilltur í myrkri syndar, er hann hefur viðhaldið og hýst í hjarta, því að hann út- hýsti Jesú. Minnumst þeirrar pínu, er Kristur Jesús líður vegna visnandi lima sinna og biðjum hann á þessum jólum, er vér fögnum þeirri náð og miskunn, sem hann hefur oss krýnt, að gefa oss djörfung til að standa allt til enda og höndla lífsins kórónu. Biðj- um hann að veita oss djörfung til að bera honum vitni í heiminum, minnugir hans orða heiminum til lífs. Boðskapur jólanna til vor er, að Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, kom til að frelsa mig og þig frá öllum synd- um, dauðanum og djöfulsins valdi — til þess að vera hans eiginleg eign. Þessa náðun býður hann öllum og kall- ar oss stöðulega, knýr á hjarta vort, beiðist að mega dveljast þar á þessum jólum og til eilífðar, svo að fögnuður vor megi full-

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.