Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 13

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 13
JÓLAKLUKKUR 11 sinni um þetta leyti var hann á gangi úti í skógi nokkrum og hugleiddi hið alvar- lega skref, sem hann var í þann veginn að stíga. Og er hann var þar á gangi og opn- aði hjarta sitt fyrir Guði í bæn, varð hann svo gagntekinn af réttlæti Guðs og viðbjóði á syndinni, að hann varð öldungis mátt- vana. Hann engdist af ótta um þá, sem ófrelsaðir væru. Hann hafðist við í skógin- um alla nóttina fram í dögun. Drottinn lét hann þá reyna sannleik orðsins: „Með því að vér vitum, hvað ótti Drottins er, leitumst vér við að ávinna menn,“ II. Kor. 5,11. Þetta var innsiglun köllunar hans og skýrir það, að hjarta hans brann svo af umhyggju fyrir hjálpræði sálna til æviloka. Hann sótti nú um að fá prestsvígslu, og hinn hirðulausi embættisrekstur, sem ein- kenndi svo ensku kirkjuna á þeim tímum, kom honum til hjálpar, svo að hann var vígður til prests án þess að hafa enskt prestapróf, jafnvel án þess að hafa enskan borgararétt. Það voru ekki heldur minnstu horfur á, að hann fengi nokkurt kall ein- mitt þá, og það hefði einnig átt að vera skilyrði fyrir vígslu. Kristilega séð voru mjög dimmir tímar ú Englandi um þessar mundir. Trúaðir prestar voru eins fáir og á dögum Hauges í Noregi. Margir þeir prestar, sem skipaðir voru í sveitasöfnuðum, bjuggu í næsta bæ eða jafnvel í London. Guðsþjónustur voru vanræktar, ekki aðeins af fólkinu, heldur jafnvel prestunum. Kirkjur hrörnuðu, og knæpur blómguðust. Fólkið lifði eins og heiðingjar þrátt fyrir skírn og fermingu. Þegar komið var saman, var það til drykkju og dans og ruddaháttar. Aðalsmenn höfðu úrslitaáhrif á skipun presta í sínu umdæmi. Synir Thomasar Hills voru nú orðnir svo stórir, að þeir þurftu engan heimiliskennara lengur, en áttu að fara til Cambrigde að nema þar. Og þar eð Fletcher var nú vígður, vildi Hill gjarna fá lionum kall. Brátt losnaði eitt. Það var lítið, en vel launað kall. Fletc- her þakkaði fyrir tiloðið, en sagðist reynd- ar ekki geta tekið það, því að það væri of lítið að gera og of góð laun. Þá taldi Hill prestinn í hinni víðlendu en fátæku Ma- deley-sókn á að taka við hinu auðvelda og vellaunaða kalli, svo að Fletcher gæti feng- ið Madeley-prestakall, — og mun ekki hafa þurft miklum brögðum til að beita. Sókn þessi var illræmd fyrir fáfræði og óguðlegt líferni íbúanna. Nokkrir efnaðir bændur skiptu áhuga sínum milli fénaðar síns, dýraveiða og öldrykkju. Vinnumenn í sveitinni voru enn fáfróðari og ómennt- aðri en húsbændur þeirra, ef unnt var. Auk þess var nokkuð af verkamönnum í kolanámunum og nokkuð í járnsteypunni. Þeir voru ruddafengnir og drykkfelldir og í raun réttri eins og heiðingjar. Furðuleg mótsetning var milli sóknar- prestsins og sóknarbarna hans. Hann var hinn lærði, vel menntaði og tilfinninga- næmi útlendingur, fríður í andliti og heilsutæour: þeir voru fáfróðir, ruddaleg- ir og drykkfeldir, þrekvaxnir og bitrir andstæðingar allra afskipta af lífsvenjum sínum frá hálfu trúarbragðanna. Hvernig átti hinn veikbyggði maður að beygja þessa harðsvíruðu menn undir ok Krists? Það gat í sannleika ekki orðið með valdi né krafti, heldur aðeins fyrir Anda Guðs. Og það varð. í þessu fátæka og vanhirta kalli varð hann allan sinn prestsskap, og ekkert gat megnað að flytja hann þaðan. Georg kon- ungur lét gera fyrirspurn fyrir meðalgöngu kanslara síns, hvers frama Fletcher gæti óskað sér. Hann fékk hið stutta og góða svar. „Ég óska einskis annars en meiri náðar." Fólkið í Madeley var ekki kirkjurækið. Fyrsta hlutverk hans var því að fá það til að koma og heyra orð Guðs. Hann heim-

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.