Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 15

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 15
JÓLAKLUKKUR 13 og grimmra hunda. Nú ætluðu þeir að efna til slíks bardaga og hafa prestinn í stað- ínn fyrir uxann. Öllu var fyrir komið fvrir bardagann, svo að ekki var annað eftir en að sækja prestinn. Þeir vissu, að hann var vanur að fara á ákveðinn stað þann dag, °g ætluðu þeir svo að mæta honum á leið- tnn og fá hann með sér. Tveir menn fóru til að ná í hann, en einmitt þann dag var hann hindraður af jarðarför, svo að hann fannst ekki þar, sem þeir væntu hans. Við það fór öll ráðagerðin út um þúfur fyrir þeim. Hann fór hljóður leiðar sinnar og vann Guði æ fleiri. Hann var snillingur í að nota myndir, sem hann sótti á öll svið lífsins. Þannig lagði hann sannleikann fast að hjörtum allra og gjörði orðið lifandi fyrir alla. Skömmu eftir að hann var orðinn prest- ur, var hann kveld eitt úti í sókninni. Hann villtist, en mætti manni, sem hann spurði til vegar að prestssetrinu. Maðurinn var á leið að sækja hljóðfæraleikara á dansleik, en fór þó með prestinum, sem hann þekkti ekki, til að segja honum til vegar. Samtal- ið, sem presturinn átti nú við hann, varð til þess, að hann fór aftur án þess að sækja neinn hljóðfæraleikara. Gestirnir á dans- leiknum voru samankomnir og spurðu, hvort hljóðfæraleikarinn kæmi ekki senn. ,,Nei,“ var svarið. „Var hann ekki heima?“

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.