Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 10

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 10
8 JÖLAKLUKKUR En það hefur þó gert hann frægastan í þess- um héruðum, hvað hann er góður skurð- læknir. Hann læknar menn, sem kínversk alþýða telur ólæknandi. Oft hefur hann tekið blöðrusteina úr - mönnum. Sunur steinarnir eru á stærð við hænuegg. Þeg- ar sjúklingurinn er albata, fær læknirinn honum steininn og segir: „Hafðu hann heim með þér, og sýndu nágrönnum þín- um, hvað ég hef tekið úr skrokknum á þér.“ — Og kínversk alþýða glápir undrandi á mennina, er sýna steina, sem áður voru í innyflum þeirra. Þótt heil herdeild lækna færi um landið og flytti fyrirlestra um heilsufræði, þá yrði það ekki eins áhrifa- ríkt til að skapa traust á vestrænni læknis- færði og steinarnir, sem Friðrik læknir hafði tekið úr mönnunum og sent þá með heim. Þessi gamli læknir getur látið stein- ana tala. Þá er annar heiðursmaður þarna á fjall- inu, en það er gamli biskupinn. Hann og læknirinn eru góðir vinir. í meira en .30 ár hafa þeir unnið í sama félaginu, annar við að lækna, hinn við að boða heiðingjun- um kristna trú. Margir kristnir menn víðs- vegar í landinu eru árangurinn af þessu starfi. Þeir hafa gamla biskupinn í háveg- um, og vita, að þeir eiga honum mikið að þakka. Auk sinna miklu mannkosta hefur hann einn frábæran sérhæfileika. Hann er fornfræðingur, og á marga sjaldgæfa kín- verska muni. Hann veit, frá hvaða tímabili í listasögunni þeir eru, og hann hefur vit á kínverskum málverkum, og á meðal ann- ars spegla úr bronse eða eir, sennilega mörg þúsund ára gamla. En hann fylgist líka vel með í bókmenntum. Á einu merkisafmæli læknisins gaf hann honum bók í skinn- bandi eftir íslenzka rithöfundinn Gunnar Gunnarsson. Hærra hefur enginn íslenzk- ur höfundur komist í Kína nema séra Hall- grímur Pétursson. Hann hefur fylgt mér upp í 14000 feta hæð í flugvél, og auk þess verið þýddur á kínversku. Það yrði auðvitað of langt mál að segja frá öllum þeim náungum, sem á fjallinu dveljast, en einum má ekki gleyma. Hann er listamaður, en ekki prestur. Það er Óli, skólastjóri blindraskólans og framkvæmd- arstjóri við sjúkrahúsið í Yiyang. Hann þolir ekki eins vel að hlaupa upp fjalhð og við, sem yngri erum, og fær 4 fílelfaa burðarkarla til að bera sig upp fjallið. En hann á það líka skilið. í Kína eru flestir blindir menn tötrum búnir betlarar, en Óli hefur starfrækt skóla fyrir þá, kennt þeim að lesa og skrifa og syngja, og meira að segja að vefa og þreskja hrísgrjón. Þeir eru ekki lengur tötrum búnir betlarar, sem eru á skólanum hjá honum. Sumir hafa farið aftur heim til sín, orðið nýir menn og færir um að vinna fyrir sér. Þeim þykir vænna um Óla en hermönnum um foringja sinn. Og hann vinnur líka ómet- anlegt starf við sjúkrahúsið. Þar hefur hann tekið á móti hundruðum særðra manna, kvenna og barna undan sprengjum Japana. Hann hefur stjórnað Rauða kross starfinu, sem þúsundir flóttamanna hafa notið góðs af. Kínversku yfirvöldin hafa opinberlega sýnt honum sóma, haldið honum veizlur og gefið lionum heiðursmerki. Noregskon- ungur hefur einnig sæmt hann orðu fyrir að kynna Noreg á frábæran hátt í öðrum löndum. — En Óli er ekkert að hugsa um það góða, sem hann hefur gert. Hann er síbrosandi og ánægður, og segir oft frá þeim tímum, er börnin hans voru lítil, og léku sér á fjallinu. í 7—8 ár hefur hann ekki séð ástvini sína. Það er vafasamt, hvort hann þekkir börnin sín, er hann kemur aft- ur til Noregs. Kirkjan á fjallinu er vel notuð. í fjalla- hlíðunum búa að staðaldri kristnir Kínverj- ar, sem hafa myndað söfnuð, og þeir sækja kirkju upp á fjallið. Venjulega eru þar

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.