Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 26

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 26
24 JÖLAKLUKKUR lilutir eru til orðnir fyrir, og vér fyrir hann.“ Á undan prédikuninni lásu allir trúar- játninguna, hver á sínu móðurmáli, og á eftir ræðunni báðu allir saman „Faðir vor“, á sama hátt. Þessi samkoma held ég að sé ein af þeim, sem mér mtini seint gleymast. Þar sem allir voru sameinaðir án tillits til tungu eða litarháttar — svartir, brúnir, gulir, hvít ir — sameinaðir í einum anda, játandi sína heilögu trú á Drottin Jesúm Krist, sem hið eina örugga bjarg, sem óhætt er að byggja allt sitt traust á. Hann, sem bregst ekki, þótt allt annað bregðist, — Hann, sem leysir úr öllum okkar vandamálum, því að Jesús Kristur er Drottinn. Þetta var fyrsti dagur mótsins. Annar dagurinn byrjaði með samkomu kl. 9i/£, sem stóð í 2 stundir. Eftir það var þátttak- endum skipt í smáhópa, 30—40 manns í hverjum. Hópar þessir komu svo saman tvisvar á dag kl. 12 til íhugunar og um- ræðna um orð Biblíunnar, og kl. 5, til um- ræðna um málefni kirkjunnar. I hópnum, sem við Agnes vorum í, var ákaflega mikil þátttaka í umræðunum; all- ir vildu leggja eitthvað til málanna. Það var síður en svo, að hægt væri að segja, að þar hafi verið þögn eða tregða, því að oft voru margar hendur á lofti í einu, hendur þeirra, sem vildu biðja um orðið. Og þá get ég ekki annað en dáðst að túlkinum í þessum hóp, þegar mér dettur hann í hug. Hann túlkaði af ensku á þýzku. Hann var reyndar ekki sá, sem átti að túlka, en stjórn- endur þessa hóps, sem voru: hollensk K.F. U.K.-kona, háskólakennari frá Cuba og enskur prestur, komust fljótt að hæfileik- um hans, og hann var jafnskjótt tekinn sem túlkur. Hann var svo fljótur að túlka, að aldrei þurfti að bíða andartak, hann talaði um leið og hann hlustaði. En þenn- an hóp skipaði fólk frá Bandaríkjunum, Kína, Indlandi, Ungverjalandi, Finnlandi, Svíþjóð, Sviss, Frakklandi, Danmörku, Indonesiu, Englandi, Póllandi, Noregi og íslandi. Deginum var venjulega þannig háttað, að kl. 9i/z var samkoma í „Fíladelíu“, kl. 12 og kl. 5 umræður í hópunum og svo kl. 8 samkoma eða kvlödið frítt. Morgunsam- komurnar byrjuðu venjulega með messu- gjörð frá ýmsum löndum, t. d. einn morg- uninn frá Sviss, annan frá Svíþjóð o. s. frv. Sunnudagsmorguninn var hámessa í „Vor Frelsers kirke“, og á eftir var altarisganga, þar sem þátttakendur mótsins gengu upp að borði Drottins og tóku á móti hans náðargjöfum. Þessi stund var ákaflega há- tíðleg og blessunarrík. Fyrir altarinu þjón- uðu átta prestar. Einn daginn var farið í ferðalag, í þrem- ur hópum. Einn hópurinn fór með skipi út Oslófjörðinn, annar með bílum og skoð- uðu „Systrakirkiurnar“, og sá þriði fór með járnbraut til Fiskum í Buskerud, og í þeim hóp vorum við Agnes. Okkur var fylgt í kirkiu eina þar í þoroinu, og sagði prestur safnaðarins sögu hennar, sem var mjög merkileg, en hún var að mestu leyti byggð í síðasta stríði og því miklum erfiðleikum bundið að koma henni upp, en Drottinn hratt öllum erfiðleikum úr veginum, og kirkjan varð fulleerð og tekin til notkunar, því að gamla kirkjan var bæði gömul og orðin of lítil. Þegar við höfðum skoðað báðar þessar kirkjur, var farið í gönguferð alllanga. Sumir fóru fljótt yfir landið, en öðrum dvaldist á leiðinni, því að fram með göt- unni var allmikið af berjatrjám, og þótti sumum það nýnæmi, t. d. íslendingunum. En aðrir voru svo heppnir að hitta fyrir örláta bændur, sem tíndu eplin af trjánum sínum og réttu vegfarendunum. Dagur þessi var 29. júlí, S. Ólafsdagur. Dagur, sem

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.