Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 21

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 21
J Ö' L'A K L U K K U R 19 Þór verið formaður þess, og það má með sanni segja, að hún hefur oft lagt mikið á sig, ekki sízt á síðari árum eftir að heilsa hennar fór að bila. Félagið hefur aflað sér tekna með því að hafa útsölu á ýmsu, er konurnar hafa sjálfar unnið að og gefið að öllu leyti, að undanteknu því, að ein- staka vinur hefur lagt fram gjafir, peninga eða annað, sem að gagni hefur komið fyr- ir starfið. Fyrir allmörgum árum hófust konurnar handa og létu byggja stórt og vandað sam- komuhús. Er samkomusalurinn svo fagur, að flestum verður á að staðnæmast í lotn- ingu. Húsið hlaut nafnið Zion, og stendur við Hólabraut. Það var vígt 10. des. 1933. Ymsir góðir vinir lögðu hönd að verki við byggingu hússins, og vafalaust bíða þeirra ríkuleg laun, því að mikil þörf var á að koma upp slíku húsi, því að kristniboðinu verður því betur borgið sem fleiri mynda samtök um að styðja það, og vitanlega þurfa félögin að eiga sitt eigið samkomu- hús, sem stendur opið hverjum, sem vill koma og eiga dýrðlega stund frammi fyrir augliti Drottins. Að vísu getur einstakling- urinn leitað hans heima hjá sér eða hvar sem hann er staddur, en hús, sem er sér- staklega helgað málefni Drottins, verður hvíldar- og griðastaður um leið. Þær hafa víst orðið varar við það, kon- urnar, sem hafa starfað í félaginu frá byrj- un, að oft hefur andað köldu í garð þess, og ýmsar hindranir hafa orðið á veginum, en þeim hefur alltaf verið rutt úr vegi, og það sannar betur en nokkuð annað, að starfið er Drottins, hvað sem mennirnir segja. ÖNNUR TRÚARLEG STARFSEMI. Á Akureyri hefur -Hvítasunnusöfnuður- inn starfað í nokkur undanfarin ár. Þá er kristilegt starf á Sjónarhæð, og veitir því forstöðu frá upphafi brezki ræðismaðurinn, Gook, og hefur Sæmundur .Jóhannesson, kennari, aðstoðað hann nú um margra ára skeið. Hjálpræðisherinn hefur starfað á Akureyri um áratugi og staðið af sér alla storma þar sem annars staðar, með þraut- seigju og brennandi trú á framgangi mál- efnisins. Þegar ég hefi gengið um bæinn og séð hina fögru trjágarða, sem verða fegurri með hverju árinu, sem líður, verður mér á að óska þess, að hinn andlegi gróður mætti þróast svo vel sem birkið og reyniviðurinn, því að hver verður ekki hugfanginn, sem gengur um listigarðinn og gróðrarstöðina á fögrum sumardegi og tevgar að sér ilm- inn af öllum þeim yndislega gróðri, blóm- um og trjám, sem breiða sig móti bláum, sólþrungnum himninum. Hvers vegna leita mennirnir í skuggann, flýja lífið sjálft í stað þess að lofa hinni eilífu sól að bera birtu inn í lífið, svo að það megi bera ávöxt um tíma og eilífð? Ægileiki skammdegis- skugganna hverfur fyrir birtunni að ofan. Betlehemsstjarnan fer fyrir þeim og vísar þeim veginn.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.