Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 8

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 8
6 JÓLAKLUKKUR Vér stóðum niðri í Suðurgarði í kringum líkbörur hans. Snjóflyksurnar stigu hljóð- lega niður yfir rauðu ábreiðuna, sem hafði verið lögð yfir kistuna. Það var eins og þær vildu einnig sýna lotningu sína og hvísla: ping an — friður — að honum, sem hvíldi þar. Það voru margir, sem fylgdu til grafar, og allir höfðu svarta sorgarbandið með hvíta krossinum fest á handlegginn. Kristn- ir menn í Lushan notuðu alltaf þetta kross- merki, þegar þeir fylgdu kristnum með- bróður til grafar. Krossinn, já! „Þessi forni tigni kross,“ sem skuldabréf vort var neglt á eitt skipti fyrir öll! Vér áttum að sjá það bráðlega, að hann stendur eins og landa- merki í mannkyninu milli frelsaðra og ó- frelsaðra. Menn námu staðar meðfram allri göt- unni til þess að sjá þessa undarlegu fylgd. „En að kristniboðsstöðin skuli heiðra gaml- an skrögg svona!“ heyrðist sagt. í þessari líkfylgd grét enginn fyrir siða- sakir eða af skyldu. Þar heyrðust ekki hin- venjulegu læti og hávaði, en söngvarnir: „Ég hef fregnað um friðarins land“ og „Drottinn á krossinum dó fyrir mig“, t váðu við sem ,,kórsöngur“ um göturnar. Sum af oss fyldgu aðeins út í Norðurhverfið og sneru svo aftur. Það seinasta, sem vér heyrð- um frá líkfylgdinni var þetta: „Yesu ai wo wo hsiaoh deh“ („Ég veit að Jesús elskar mig“). Síðustu tónarnir voru tæplega dánir út, þegar ógeðslegir, falskir tónar úr lúðri heyrðust, og spölkorn frá sáum vér hóp manna nálgast. Kínverjarnir í vorum hópi, sem þekktu þessa tegund „hljómiistar", gátu sagt oss, að það væru dauðadæmdir ræningjar á leið til aftökustaðarins. Mann- fjöldinn nálgaðist, og vér sáum fyrri fang- ann, ungan mann, um 25 ára aldur, með heridur bundnar á bak aftur. Nokkrir her- menn gengu á undan og hópur af forvitnu fólki og börnum kom á eftir. Auglýsing var fest á bak fangans. Þar var skráður synda- listi hans og dauðadómur. Örvæntingu og ótta mátti lesa glöggt á grágulu andliti hans, Laun syndarinnar, þið eruð beisk! Fangi nr. 2 virtist einnig hræddur, en einhver þrjózka var jafnframt í svip hans. Tveir hermenn hrundu honum áfram, af því að hann sýndi mótþróa. Örvæntingaróp og kvein heyrðust í miðj- um mannfjöldanum. Það var móðir, sem var að hrópa á son sinn dauðadæmdan. Vesalings móðir! Nú er of seint að gráta eða áminna. Hefði hún þekkt frelsara heimsins, eins og þú, móðir, sem lest þetta, hefði hún getað beðið fyrir drengnum sín- um, og leitt hann ungan til barnavinarins Jesú. Hvað gott höfum við, þú og ég unn- ið, úr því að við fengum að heyra um leið- ina til hjálpræðis og friðar, en úti þar ganga jafnvel mörg hundruð milljóna í myrkr- inu? Ekkert. „Allt af náð“. En gleymdu ekki því, að „af hverjum þeim, sem mikið er gefið, verður mikils krafizt." Þessar miklu andstæður fengu mikið á oss öll. Fvrst friðsöm héðanför og útför Chengs, himinborgarans, þrungin von, ei- lífu lífi og endurfundum, og svo þessir tveir ungu menn og hin örvæntingarfulla móðir- Eftir nokkrar mínútur mundu þeir tveir fara inn í eilífðina, án vonar, án Guðs. Vér heyrðum fyrir tilstilli þessara tveggja dauðadæmdu manna hróp Kína um hjálp til að finna hjálpræðisveginn frá syndinni og valdi Satans. Hvaða svar fá þeir við hrópi sínu? Já, það veltur mikið á því, hve mikið Guð fær að nota þig og mig.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.