Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 29

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 29
JÖLAKLUKKUR 27 eldishesta", svaraði maður hennar með með hægð. „Gangfærið er ágætt, og það verður glaða tunglsljós seinna í kvöld. Ég flýti mér heim til þín, og þá höldum við okkar jól“, og hann lagði brosandi hand- legginn utan um hana. „Það verða skárri jólin þetta“, sagði hún afundin. „Ég hefði átt að hlakka ögn meira til þeirra". „Við verðum að hugsa um fleiri en okk- ur sjálf“, svaraði hann og klappaði henni á kinnina. „Heldurðu, að mér hefði ekki þótt fullt eins skemmtilegt að mega vera heima hjá þér í kvöld, góða mín? En skyldu- störf mín verða að sitja í fyrirrúmi fyrir eigin þægindum“. „Jæja, blessaður, farðu þá!“ sagði hún* stutt í spuna. „Ég held þú kunnir, hvort sem er, bezt við þig á kotbæjunum hérna, — minnsta kosti talsvert betur heldur en heima hjá mér“. Það var eins og hann heyrði þessi síð- ustu orð hennar ekki fyrr en stundarkorni eftir, að hún sagði þau. Þá leit hann á hana alvarlegur í bragði: „Þú skilur mig ekki enn þá, elsku Anna mín!,‘ sagði hann þá með hægð. .,Ég kæri mig ekki um að skilja þá menn, sem eru að vasast í öllu mögulegu, en tolla aldrei stundu lengur heima hjá sér“, svar- aði hún og bar ört á. ,,Því segirðu þetta, kona“, sagði hann al- varlegur. Þú veizt, að ég vil það eitt, ef verða mætti, að mér auðnaðist að hafa góð áhrif á safnaðarfólk mitt og leiða það nær Guði. Að öðrum kosti hefði ég aldrei orð- ið prestur, og látið setja mig hingað í af- skekkta sveit. Ég vissi hér af fólki, sem hefur fá tækifæri til þess að heyra Guðs orð; það er allt og sumt. Og þótt þú kallir prest- stöðuna leiðinlega, þá hefur þó maður í þeirri stétt ótal tækifæri fremur öðrum til þess að gleðja aðra“. Hann þagði um hríð. „Þér hefur sjálfsagt hálf-leiðzt stundum, þegar ég hef verið lengi burtu, en mundu þá, vina mín, hvaða málefni það er, sem þú leggur þetta í sölurnar fyrir“. Unga frúin ypti öxlum óþolinmóðlega. „Já, leiðst hefur mér. Það er satt“, sagði hún þóttalega. „Viðbrigðin eru heldur ekki svo lítil, að koma hingað úr fjölmenni og glað- værð, — ég veit svo sem, að ég má hýrast innan um fólkið í baðstofunni, en það kæri ég mig ekkert um, og mér er ekkert vandara um á jólum en endranær“. „Bezta ráðið við leiðindunum væri það að kynnast fólkinu og gjöra eitthvað fyrir það“, sagði maður hennar stillilega. „Þú ætlast þó tæplega til þess að ég fari að prédika yfir því“. Hann brosti. „Ó, nei, ekki beinlínis. En hlýlegt viðmót og hjálpfús hönd getur oft verið á við prédikun". „Fólkið hérna er svo fádæma leiðinlegt, það er bæði fákunnandi og klunnalegt". „Prestkonan ætt þá að reyna að bæta eitt- hvað úr því, — það væri henni samboðið". Hún mundi samtalið frá upphafi til enda; fyrst í stað þóttist hún hafa komizt vel að orði, en nú fór hún að yfirvega orð sín nokkru nánar, og komst þá að þeirri niðurstöðu, að sumt hefði verið betur ó- sagt, og óefað ógætilega talað af prestskonu. Því var löngum spáð fyrir henni, að hún yrði prestskona, en hún hafði alltaf þver- tekið fyrir það, þangað til daginn, sem þau settu upp hringana. „Nú færðu ekki að dansa oftar“, hvísl- aði kunningjastúlka þá að henni. „Og nú verðurðu að sitja eins og brúða í kirkju á hverjum sunnudegi“. Hún tók ekki mjög nærri sér að snúa baki við glingri og skemmtunum; úr því Einar áleit rétt að sneiða hjá því, þá var sjálfsagt að gjöra það, og hún gat ósköp vel gjört það honum til þægðar, að sitja í kirkjunni, þangað til úti var.

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.