Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 24

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 24
22 JÖLAKLUKKUR HULDA HÖYDAL: Jesús Kristur er Drottinn Alþjóðamót kristins æskulýðs (World Conference of Christian Youth) var haldið í júlí í sumar, og er það hið annað í röð- inni. Hið fyrra var haldið í Amsterdam 1939. Félög þau, sem stóðu að móti þessu, voru alþjóðasarntök K. F. U. M. og K. F. U. K., alþjóðasamtök kristilegu stúdenta- lireyfingarinnar, alþjóðaráð kirkna og al- þjóðasamtök sunnudagaskólanna. Mót þetta var haldið í Osló dagana 22.—31. júlí s.l. Fyrir hádegi 22. júlí lá leiðin til „Turn- hallen“ í St. Ólafsgötu, sem var aðalaðset- urstaður mótsins, en þar hafði verið kom- ið fyrir afgreiðslu, skrifstofu, pósthúsi, banka, sölubúð ýmissa minjagripa, kaffi- stofu, lestrarstofu o. fl. Á afgreiðslunni þar voru sýnd skilríki frá því félagi, sem við- komandi var sendur frá, og gegn þeim skil- ríkjum var hverjum og einum afhent stórt • Það, sem boðað var fyrst fátækum hirð- um á völlunum fyrir utan einn hinna ó- glæsilegu bæja Gyðingalands á dimmri nóttu, er nú orðið boðskapur, sem hljómar á óteljandi málum, meðal margra þjóða og kynflokka, og í dag hljómar lofsöngur englanna frá mannavörum og mannahjört- um meðal hvítra manna, svartra og gulra: „Yður er í dag frelsari fæddur". „Dýrð sé Guði í upphæðum!" Krisiine Skjeslien. umslag með alls konar spjöldum og les- máli ásamt merki, sem átti að auðkenna hvern þátttakanda. En spjöldin voru að- gangskort að samkomum mótsins, máltíð- um og gistihúsi eða verustað, og svo fylgdi stór bók með dagskrá mótsins o. fl. Kl. 5 þennan sama dag var mótið sett í „Fíladelfíu“, sem er við sömu götu og Turnhallen. Spjöldum með nöfnum hvers lands var komið fyrir á milli bekkjanna, þar sem þáttakendum var ætlað að sitja. Við íslendingarnir leituðum uppi nafn okk- ar lands og settumst þar, en við vorum aðeins tvær stúlkur frá K. F. U. K., Agnes Steinadóttir og ég. Síðan bættist svo við í hópinn fulltrúi frá íslenzku kirkiunni, síra Jón Þorvarðarson frá Vík í Mýrdal. Beint á móti okkur blasti við kjörorð mótsins: „Jesús Kristur er Drottinn“. Var það ritað á fjórum tungumálum, ensku, þýzku, frönsku og norsku. Undir þessu merki, „Jesús Kristur er Drottinn“, voru samansafnaðir 1500 fulltrúar frá 70 lönd- um. Fólki af ólíkum þjóðum og tungum, sem áttu samt eitt sameiginlegt, — Jesúm Krist sem Drottin og Herra. Á upphækkuðum pöllum andspænis á- heyrendunum hljómaði hinn þróttmikli söngur kórsins með undirleik bæði á orgel og flygel. En kór þessi var ekki bara frá einu landi, heldur samsettur af fólki frá fjölda landa. Norski presturinn, forseti mótsins, síra Alex Johnson, setti mótið með bæn og

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.