Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 4

Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 4
Gahanó sé kominn. Hann stendur þarna við eina súluna undir þaki skólahússins og brosir út undir eyru, eins og fyrri daginn. Hattkollan er á sínum stað, en hann tekur ofan, þegar hann heilsar. Gahanó er frá Modjaló. Hann var ek'ki meðal þeirra, er fyrstir fóru að vakna þar en hann hefur verið áhugasamari en nokk- ur annar frá Modjaló. Menn kannast e.t.v. við sögu hans. Hann kom til að leita sér lækninga, og fékk þá að reyna það, sem stendur í söngnum, sem við syngjum svo oft í Konso: „Hinn mikli læknir, hann er hér“. Hann lærði að þekkja Jesúm. Upp frá því hefur hann verið stöðugur gest- ur á kristniboðsstöðinni, og er þó li/á klukkustundar gangur til Modjaló. Einka- sonur hans, broshýr, lítill snáði, er Deras- saw nefnist, er nemandi í skólanum. Óvíða í Konso er meiri kaffirækt en í Modjaló og stundum kom Gahanó með kaffibaunir í krús handa Ingunni eða okkur. Og nú heyrist mannamál utan af vegi. Það eru nokkrir Bedengeltú-búar, sem heyrt hafa í klukkunni. Engir hafa lengur átt bess kost að kynnast boðskap kristni- boðanna en þorpsbúarnir í Bedengeltú. En þeir eru miklir efnishyggjumenn, og þeir hafa verið tregir til að trúa. Nú berast fre<mir af því, að meiri hreyfingar hafi orð’ð vart þar. Mikið gleði- og þakkarefni væri það. Þar eru margir góðir piltar og ungir menn, sem vilja verða kristnir, en hafa fram að þessu óttast lýðinn og þorps- ráðið. Einn þeirra heitir Baianó, og þarna kem- ur hann einmitt ásamt Golikja, Aianó og Obe. Þetta eru allt stórir og sterklegir pilt- ar. Baianó er fram úr skarandi skrefstór og þungstígur, og hann hallar sér fram, þegar hann gengur. Hann hefur fallegann svip, en hann var ennþá fallegri áður, á meðan hann var ungur og ógiftur. Hann náði sér að vísu í ágætis stúlku, en þau voru bæði 2 of ung, og hjónabandið varð honum fjötur um fót. Það aftraði honum m.a. frá að halda áfram námi. En ennþá getur Baianó hlegið dátt, og þá er hann fallegastur. Hann er systur-sonur Gilate, piltsins, sem varð kristinn í Gidole, en kom svo til Konso, og fór m.a. með mér til að hreinsa kofa Barsja særingamanns. Faðir Baianó þjónaði öndunum. Gudjimenn myrtu hann fyrir nokkrum árum, er hann var á heim- leið frá Agre Mariam. En konan hans hélt áfram að færa öndunum tilskyldar fórnir. og særingagripirnir biðu þess óhreyfðir í kofanum, að elzti sonurinn tæki að sér sær- ingarnar. Svo fór boðskapur Orðsins að hafa áhrif á Baianó, og bróðir hans, sem dvaldi í námunda við Gidole, varð einnig fyrir álirifum þar. Svo kom hann til Konso, og þeir bræður urðu ásáttir um, að nú skyldi Satan kvaddur. Báðu þeir mig að koma og hreinsa kofann gamla. Þá höfðu gripirnir legið þar óhreyfðir í nokkur ár, eða frá láti föður þeirra. Móðir þeirra varð mjög skelfd yfir ákvörðun þeirra, en þeim tókst að sannfæra hana, og svo framkvæmdum við hreinsunina. Það var einn fyrsti kofinn í Bedengeltú, sem hreinsaður var að sær- ingagripum. Og Baianó hefur haldið fast við trú sína fram að þessu, en án þess þó að fá sig lausan undan valdi hinna fornu þjóðfélagssiða. Hann og aðrir kristnir Konsomenn eiga við margvíslega örðug- leika að etja, sem við eigum oft erfitt með að skilja til hlítar. Yngsti bróðir Baianó, Borale, er einn skóladrengjanna okkar. Aianó og Golikja eru vinir. Böndin, sem binda þá við kristniboðið, eru lausari en þau sem binda Baianó. Golikja hefur þó verið töluvert hjá okkur, en hann er gerður úr hörðum leir, og það virðist þurfa mikið til þess að mýkja hann, svo að Guð geti gert úr honum nýtt ker sér til dýrðar. En þarna koma Okotto-mennirnir, ungir og gamlir í halarófu. Þá getum við byrjað J ÓLAKLUKKUR

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.