Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 18
fjallsins veldur þar mestu um það — ásamt sjálfri sögu staðarins — að óvíða á íslandi finnst svipmeiri mannabústaður; svo geisi- sterk eru áhrifin úr fjarlægð, máttug og heillandi, að furðu gegnir. Fyrsta byggingin, sem getið er um á Hól- um, er kirkja sú, er Oxi Hjaltason lét reisa, hann bjó þar um miðja 11. öld. Ætla sumir, að þar hafi kirkja verið, frá því kristni var lögtekin. Biskupsstóll er þar frá 1106 til 1801. Ur hópi þeirra biskupa, sem embættum gegndu á Hólum, ber fjögur nöfn hæst. Fyrstan skal telja Jón Ögmundsson frá 1106—1121, þá Guðmund Arason góða, er uppi var um 1200, Jón Arason, frá 1524 til 1550, og Guðbrand Þorláksson, sem sat stólinn í 56 ár frá 1571—1627. Sá biskup, sem gekkst mest fyrir byggingu núverandi kirkju, var Gísli Magnússon; var smíði hennar lokið 1762. Kirkjan er hvítkölkuð utan sem innan. Enginn turn er á henni. Þrír gripir eru enn í kirkjunni, fornir og merkilegir: altaristafla, skírnarfontur og Kristslíkneski. Taflan og Kristslíkneskið eru frá tíð Jóns biskups Arasonar. hvort tveggja litaverk mikil. Fyrrnefndi gripur- inn er hel/t talinn kominn frá Hollandi og það ætlað, að Jón biskup Arason hafi gefið dómkirkjunni altarisbríkina. Er hún efa- lítið einn merkasti kirkjugripur, sem til er á Islandi. Líkneski Krjsts er skorið úr tré og sýnir krossfestingu hans. Það er í fullri stærð og hangir á norðurvegg. Skírnarfonturinn er innlent listaverk, gert af bónda framan úr Vesturdal, Guð- mundi Guðmundssyni í Bjarnarstaðahlíð. A skál hans eru ristar myndirs svo og letur og rósir. Ártalið 1674 er þar einnig. Pré- dikunarstóll forn er og í kirkjunni, ásamt fleiri gripum, sem hér er ekki rúm til að lýsa. I kórgólfi eru legsteinar yfir mörg- um Hólabiskupum eftir siðaskiptin. — Þykir minnisvarði Þorláks Skúlasonar þeirra merkilegastur sökum þess, að hann er úthöggvinn af sama listamanni og skírn- arfontinn gerði. Úti fyrir aðaldyrum, er talið, að gröf Jóns Arasonar sé og sona hans. Árið 1950 var reistur þarna turn til minn- ingar um Jón biskup Arason og syni hans; létum við ekki hjá líta að fara upp í turn þennan og skoða hann. Frá Hólum ókum við að bænum Hróars- dal í Hegranesi. Var okkur tekið þar af mikilli rausn, af tveimur systrum, sem þar eru búsettar. Um kveldið héldum við sam- komu á heimili þeirra; margt fólk af bæj- unum í nágrenninu kom á samkomuna. enda höfðu þær ekki legið á liði sínu með að auglýsa hana sem bezt. Að samkomunni lökinni var öllum samkomugestum boðið til kaffidrykkju í hinum rúmgóðu húsa- kynnum. Við vorum þarna í góðu yfirlæti um nóttina. Næsta morgun skruppum við út á Sauð- árkrók, en höfðum þar stutta viðdvöl. Síð- an héldúm við suður á bóginn og kvödd- um Norðurland með þökkum, sem hafði sýnt okkur svo margt og gefið okkur marga bjarta og skemmtilega daga. KI. 8 um kveldið vorum við í Vatnaskógi og hlutum þar góðan beina. Eftir nokkra viðdvöl í skóginum var haldið áfram til Reykjavíkur og komið laust fyrir miðnætti. Þá var þessi ágæta ferð á enda, sem hafði tekizt framúrskarandi vel á allan hátt. Held ég, að allir hafi verið á einu máli um það, að þetta hafi verið einhver sú skemmtileg asta sumarleyfisferð, sem þeir höfðu farið. Allt hjálpaðist að við að gera ferðina sem ánægjulegasta, má þar sérstaklega nefna veðrið sem var eins gott og bezt varð ákosið allan tímann. 16 JÓLAKLUKKUR

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.