Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 12
Haifa við Akreflóa, en að honum liggur Esdraelonslétta.
húsið og stóð upp til að lesa. Og honum var
fengin bók Jesaja spámanns. Og hann fletti
sundur bókinni og fann staðinn, þar sein
vitað var: „Andi Drottins er yfir mér, af
því að hann hefur smurt mig, til að flytja
fátækum gleðilegan boðskap. Hann hefur
sent mig til að boða bandingjum lausn og
blindum, að þeir skuli aftur fá sýn, til að
láta þjáða lausa, til að kunngera hið þóknan-
lega ár Drottins.... En hann tók að tala
til þeirra: í dag hefur ræzt þessi ritningar-
grein, sem þér nú hafið heyrt.“
Þannig heimfærði Jesús þennan höfuðspá-
dóm Gamla testamentisins um Messías upp
á sig, og það á þeim stað, þar sem hann
hafði dvalizt síðan á bernskuskeiði og hver
maður þekkti hann. „Og allir lofuðu hann
og undruðust þau yndislegu orð, sem fram
gengu af munni hans“. En á skammri stund
snerist undrun og aðdáun bæjarmanna í
hatur . Þeir hrökktu hann upp á hæðina
fyrir ofan bæinn og ætluðu að hrinda hon-
10
um útfyrir kletta, sem
þarna eru. „En hann
gekk burt mitt á meðal
þeirra."
Eftir það flutti
hann til Kapernaum
og kvaddi Nazaret með
orðum, sem hafa síðan
verið höfð að máltæki-
„Hvergi er spámaður
minna metinn en í
landi sínu og á heimili
sínu.“ Enginn hinna 12
lærisveina var þaðan.
Á þeim öldum, sem
síðan eru liðnar, hef-
ur Nazaret skipt um
íbúa og verið jöfnuð
við jörðu og endur-
reist mörgum sinnum.
— Þegar Tyrkir tóku
landið 1517 voru allar
byggingar í Nazaret rifnar að grunni og
síðan mokað yfir þær eins og dauðs manns
gröf, til þess að ekki sæust nokkur merki
þess, að þar hefði staðið bær.
En smám saman var ættborg Jesú endur-
reist. Og umhverfi hennar er nú eins fag-
urt orðið og það var, þegar Jesús ólst þar
upp; svo er hinu nýja landnámi Gyðinga
fyrir að þakka, skóg- og ávaxtarækt á hæð-
unum, en akuryrkja á sléttunni.
Þrátt fyrir allar breytingar, sem eru á
orðnar síðan fyrir nítján öldum, verður
það alltaf efst í huga kristins manns, er
er kemur til Nazarets, að hér er hann í
„ættborg Jesú“. Hér lék hann sér sem barn
og kynntist síðar mannlífinu í þess margvís-
legu myndum. Hér las hann í bók náttúr-
unnar sem máttarverk Guðs. Hér gaf hann
gaum að liljum vallarins og fuglum him-
insins. „Hér sá hann akra hvíta til upp-
skeru. Hér sá hann vínyrkja hreinsa grein-
JÓLAKLUKKUR