Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 5

Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 5
samkomuna. Við sækjum luktina og setjum hana á borðið fremst í salnum. Þar verður bjart, og birtu leggur út í herbergið, og þó aðeins svo, að rétt er hægt að greina and- litin. Söngurinn hefst. Skóladrengirnir og starfs- mennirnir hafa söngbækur, hinir raula með það, sem þeir kunna utanbókar. Við syngjum til skiptis á Amarisku og Gallinja. Tveir Konsomenn byrja með bæn. Þeir rísa á fætur, á meðan þeir biðja. Annar þeirra er Barsja, og hann heldur hendinni fyrir augunum, eins og hann skyggi fyrir Ijós, á meðan hann biður. Aftur er sungið. Ung- ur Bedengeltú-piltur, Gallsimó, byrjar víxl- söng á Konsomáli. Slíkur söngur er algeng- ari hjá öðrum þjóðflokkum, en er einnig vel metinn hér. Forsöngvarinn syngur eins og eina setningu og söfnuðurinn svarar. Svo er talað um Drottinn. Það er indæl stund. Engin prédikun, aðeins frjálslegt rabb um það, sem öllum viðstöddum er orðið kært efni. í iok samkomunnar fá menn shumbura- baunir sér til hressingar. Það er ágætis matur, sérstaklega ef saltið hefur ekki verið sparað í suðuna. Svo er ljósið tekið og menn hreiðra um sig eftir beztu getu á steingólf- inu og bekkjunum. Gömlu mennirinir eiga forgangsrétt að bekkjunum. Þeir sem styzt eiga heim fara auðvitað þangað, en margir gista á stöðinni, því að samkomur halda áfram næsta morgun. Það er líka gott að fá að liggja á stöðinni. — Þar er friður. Þar er Guð. Felix Ólajsson. ^)öfrasötig-utL Nú heldur Konso heilög jól, þótt heiðni ríki i landi. Þar Ijómar blessuð lífsins sól, og lífsins starfar andi. Þeir syngja Drottni dýrðarljóð og dásamlegan friðaróð. Þar kætast menn og kornung jóð og kœrleiks tengjast bandi. Þeim fæddist Ijúfa barnið blítt, sem bœtir allan vanda og allt hið gamla gjörir nýtt og gefur helgan anda. Þeir halda jól við jötu hans, sem jafnt er Guð og sonur manns. Þeir lœra óðinn englarans og undir ndð hans standa. Þeim berst nú fregnin fregna bezt, sem flytur engill hæða um jarðardala dýrstan gest, sem dróttir heims um ræða. Hann fæddist til að frelsa heim og færa snauðum dýrstan seim. Nú berast fregnir beztar þeim, sem byrðar þyngstar mæða. Nú heldur Konso heilög jól og heiðni flýr úr landi. Þar brosir lífsins blessuð sól og brott flýr dauðans andi. Nú hefst þar fögur friðaröld. Nú fœr þar jólabarnið völd, og þakkargjörðin þúsund föld, er þeirra leysist vandi. M. R. JÓLAKLUKKUR 3

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.