Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Jólaklukkur - 01.12.1958, Blaðsíða 16
gil kallast. Naddavellir eru rétt fyrir norðan gilið og Naddahjalli dálítið ofar. Úr gili þessu átti Naddi að hafa skyggnzt til mana- ferða. Nafn sitt dró óvættur þessi af því, að það naddaði eða ískraði í sporum henn- ar í grjótinu. Naddi varð nokkrum mönn- um að bana, unz bóndasonur úr Njarðvík réði niðurlögum hans. En í þakklætisskini og til öryggis ferðamönnum á þessum hættuslóðum var reistur kross á Krossjaðri. Til skamms tíma var venja, að þeir, sem um veginn fóru, gerðu bæn sína hjá ‘kross- inum, enda hvetur áletrunin til þess. — Áletrun þessari hefur verið snúið þannig á íslenzku: Þú, sem að framhjá fer, fram fall í þessum reit, og Kristí ímynd- hér auðmjúkur lotning veit. Síðdegis þennan dag kvöddum við Sævar, sem hafði reynzt okkur einstök hjálpar- hella. Hann hafði fórnað okkur dýrmætum tíma, því þennan dag var rífandi þurrkur og vinnukraftur heima fyrir ekki of mikill. Úr Hialtastaðaþingá héldum við til Eski- fiarðar; þar tók á móti okkur Auðbergur Benediktsson og skólastjórinn Kristján Inq-ólfsson, sem hafði góðfúslega léð okkur húsrúm í barnaskólanum. Um kveldið skrunoum við yfir Oddskarð og til Norð- •fiarðar; gátum við lítið séð af þessum stærsta bæ Austfjarða sökum þoku. Snemma næsta morgun bauð Auðbereur okkur til kaffidrykkiu á heimili sínu. Við kvöddum síðan F.skifjörð og héldum í Hall- ormsstaðaskóg, stærsta skóg á íslandi. Áð- um við í vík þeirri, er Atlavík er kölluð, og dvöldum þar góða stund, nutum skógar- ilmsins og útsýnisins yfir spegilsléttan Löeinn. Lögurinn er þarna miklu frekar stöðuvatn eða innfjörður en fljót; dýpi er þarna mest 110 m. Gætir straums lítið sem ekkert, enda er Lögurinn þarna 2l/á km. 14 á breidd. Mjög fagurt útsýni er þarna til Snæfells. Þegar við fórum úr Hallormsstaðaskógi, var löng leið fyrir höndum, enda steig Haf- steinn vel á benzínið, og bifreiðin brunaði áfram fram Skriðdalinn, yfir Breiðdals- heiði og Breiðdal. í Breiðdal er prestsetrið Eydalir. Einn frægasti prestur, sem þar hefur setið, er efalaust Einar Sigurðsson, 1591—1627, hann var faðir Odds Einars- sonar, biskups. Flestir kannast við jóla- sálminn: „Nóttin var sú ágæt ein“. Sá sálm- ur er eftir sr. Einar Sigurðsson í Eydölum. Þá lá leið okkar næst um Berufjörð; þar urðum við fyrir smáóhappi; rétt þegar við vorum að nálgast Djúpavog, fór fjaðra- klossinn undan bifreiðinni hægra megin. Hafsteinn lét það ekki á sig fá. Hann hafði ráð undir hverju rifi, hvað bifreiðinni við vék. Og áfram var haldið en ekki varð þó hjá því komizt, að þetta óhapp tefði að- eins ferðina; urðum við að fara hægar en áður. Þegar Berufirði lauk, tók við Hamars- fjörður; er það lítill fjörður en fagur. — Við bæinn Bragðavelli í Hamarsfirði fann Jón Sigfússon, bóndi þar, tvo rómverska peninga og fleiri muni í gömlum rústum. Þær voru í Djúpabotni, hvammi skammt frá bænum. Um fund þennan er sagt ýtar- lega í bókinni „Gengið á reka“ eftir Kristján Eldjárn þjóðminjavörð. Fundur þessi er talinn hinn merkasti, því að hann bendir til, að Rómverjar hafi flækzt til landsins löngu áður en vitað er. að írar og Norð- menn lögðu þangað leiðir sínar. Þá tók næst við Álftafjörður; hann er ekki ósvipaður Hamarsfirði, en nokkuð stærri. Álftafjörður er syðsta sveit í Suður- Múlasýslu. Þvottá heitir syðsti bærinn í Álftafirði; sá bær er frægur úr söeum sem bústaður Síðu-Halls. Bæ sinn kallaði Hallur Á, eftir lítilli á, sem er þar við túnið, en sem kunnugt er varð Hallur til þess að lið- JÓLAKLUKKUR

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.