Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 11

Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 11
„Bændabýlin þekku“ á Esdraelonsléttu. — En þar er fjöldi slíkra þorpa aftur til Nazaret, — „. . . . og hann var þeim hlýðinn. — Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönnum." Hjá guðspjallamönn- unum ríkir alger þögn um þau átján ár í lífi Frelsarans, sem hér fóru á eftir, eða þar til hann tók opin- berlega til starfa þrí- tugur að aldri. Þeirn ber saman urn, að þá hafi hann flutt til Kapernaum við Galí- leuvatn frá Nazaret, og hefur samkvæmt því dvalizt þar til þess tíma. Meðal samtíðar- manna er hann kenndur við Nazaret. I öll- um guðspjöllunum kemur það fyrir að hann er nefndur „Jesús frá Nazaret". — Löngu síðar var Páll postuli sakaður um að vera „forsprakki villuflokks Nazare- anna.“ — Post. 24, 5. Það er gefið mál, að Jesús hefur á æsku- árum hjálpað til við venjuleg heimilis- og búskaparstörf. Dæmisögur hans bera vitni um það, að hann var kunnur daglegu starfi alþýðunnar að akuryrkju, húsbyggingum, hjarðmennsku og vínyrkju. Hann hefur unnið á smíðaverkstæði Jósefs. Staðurinn, þar sem það á að hafa staðið, er eitt af því, sem er til sýnis í Nazaret, og hefur þar ver- ið reist kirkja fyrir langa löngu. Hann er tvívegis nefndur „sonur smiðsins". — Þann- ig hefur hann helgað sérhvern heiðarlegan starfa og hafið í æðra veldi. Hrífandi er frásaga Lúkasar af því, þegar Jesús í upphafi starfsferils síns kemur til Nazaret „og gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkunduhúsið". Þar hefur hann á bernsku- og æskuárum gengið í skóla og sótt guðsþjónustur. Grísk- kaþólsk stofnun er til húsa þar sem sam- kunduhúsið á að hafa verið. Það er höfuðprýði ættborgar Jesú — eins og Nazaret er nefnd í guðspjöllunum, — að þar er talsverður trjágróður: Fíkjutré, olívutré og yndisleg kýprestré. Maríulindin, eina vatnsból bæjarins er þar, sem trjágróð- ur er mestur. Sá dagur hefur ekki liðið síðan á tímum Jesú, að konur í Nazaret hafi ekki farið til lindarinnar eftir vatni. Þær hafa ekki ósjaldan leitt barn sér við hönd. Svo mun og María móðir Jesú hafa gert, því er lindin kennd við hana. — „Og hann kom til ættborgar sinnar og kenndi þeim í samkunduhúsi þeirra....Og hann. gjörði þar ekki mörg kraftaverk vegna vantrúar þeirra.“ — Matt. 13;53 Jesús sneri í krafti Andans aftur til Galí- leu, — eftir að hans var freistað af djöflinum. „Og hann kom til Nazaret, þar sem hann hafði alizt upp, og gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkundu- JÓLAKLUKKUR 9

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.