Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 9

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 9
Þ J ÓÐ H ÁTÍÐARBLAÐ ÞÓ RS 9 aðgang að ])cim. og létu ekki :í sér stancla. Voru þá sýndar glímur og fleiri íþróttir. Um þessar mundir var komið upp svolitl- um trjálundi í Dalnum á afgirtu svæði skanunt fyrir vestan tjörnina. En saga þessa skemmtilundar og trjágróðurs þar varð eigi löng, girðingin eyðilagð'ist og trjáplönturn- ar iirðu gripum að hráð. Hleðslan um- hverfis garðinn sást fram á þessa tíma. En dalurinn sjálfur liélt sinni prýði, klettahelt- unum og hlómahrekkunum og srnára- grundin sjálf angandi blómalundur. Líklegt er, að skemmtanir þær, er haldn- ar voru hér í Eyjum lengi, með vissu frá því á 17. ölcl og öldum saman, í sambancli cið hreppsskilaþing Eyjanna og hina svo- kölluðu Kirkjudaga, er safnað var fiskgjöf- um til kirkjunnar hér. Stóð þá sóknar- nefndin fyrir veitingum og var til clæmis öl \eitt og mungát, þá munu menn hafa haft vmislegt til skemmtunar, svo sem glímur og útileiki og ef til vill clansaðir víkivakar. Má vera að þá liafi og verið haldnar kappreiðar :i heimaflötunum eða flötinni fyrir innan Hástein, sem seinna var íþróttavöllur. Vökurnar eða gleðirnar um Jónsmessu leytið, er með vissu voru haldnar hér í Vestmannaeyjum á 15. öld og líklega löngu fyrr, og enskir kaupmenn og útgerðarmenn stóðu fyrir, en sigling enskra manna var þá mikil hingað, munu hafa verið halclnar, að minnsta kosti að nokkru leyti, í Herjólfs clal. Þessar skemmtanir sóttu menn og kon- ur af landi, úr Árnes- og Rangárvallasýsl- um og alla leið austan úr Skaftafellssýslu. En úti var um friðinn á stundum, svo sem er til bardaga kom við Englendinga hér á öndverðri 15. ölcl. Voru þeir, er af Englendingum féllu þá í bardaganum, dysjaðir í svonefndum ensku dysjum, skammt suður af Herjólfsdal. Hafa dysjar þessar sézt til skamms tíma. Sumarið 1874 var eins og kunnugt er halclin þjóðhátíð um land allt til minning- ar um 1000 ára byggingu landsins. Þá héldu Eyjamenn þjóðhátíð sína í Herjólfs- dal, og voru samtök meðal allra húenda hér um þau hátíðahölcl. Borðhald var þá í daln- um, höfð nauta- og sauðasteik, og sátu menn við sameiginlegt horð, er hlaðið var upp á dalgrundinni og tyrft yfir, borðið síðan dúkað ogf alsett horðbúnaði og- vist- um. Sést móta fyrir grjóthlcðslunni ennþá sunnarlega upp undir skriðunni. Á þjóðhá- tíðinni 1874 var ýmislegt til skemmtunar, svo sem 'ræðuhöld, bændaglíma o. fl. Dans var og stiginn á grasinu, en þá kunnu nær engir að dansa, nema þeir, er clvalið höfðu í Reykjavík eða Kaupmannahöfn. Voru að- eins nokkur pör, ér dönsuðu,- en fólkið hafði af þessu nýstárlega skemmtun með miklum fögnuði. Sagði svo kona ein, er þá var.um tvítugt, og síðar varð húsfreyja hér, að hún og nokkrar jafnöldrur hennar, ung- ar bændadætur og blómarósir hér í Eyjum, hefðu gengið spölkorn upp í brekkurnar, til þess að horfa þaðan á dansinn og fanhst þeim, að gaman hefði verið að kunna að dansa og geta nti tekið sporið með, en þess var enginn kostur, og urðu þessar yngis- meyjar þeirra tíma að láta sér nægja að vera áhorfendur. ÞJÓÐHÁTJÍÐ

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.