Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 12

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 12
2 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ ÞÓRS brenna við, er brotnir hala verið haugar og fornmannadysir hér á landi. T. d. átti mönnum að sýnast Landakirkja standa í Ijósum loga, og var Jaá af skiljanlegum á- stæðum fljótlega horfið frá greftrinum. Menjar slíkra tilrauna til Jicss að grafa í skriðuna sáust margar fram á vora daga. Upp í brekkunum við Herjólfsdal er Saltaberg svokallað. í sólskini er bergið hvítt af salthnitu. Blátindur heitir í Dal- fjalli að norðvestan og Háhá að austan. Þar sem bergið er hæst heitir Moldi, er \'ar fræg- ur sigastaður og við hann kennd Moldasig- in. Verpir í fjallinu mikið af fýl, og þar var fýlungatekja mikil. Milli Háar og Dalfjalls heita Eggjar eða Skersl, þar norður af er einkennilegt pláss, víkur og skvompur, nyrst er Upsaberg með hinum fögru „Ups- um“, sem líkjast stílhreinustu og fegurstu gotneskum byggingum. í Dalbrfekkunum er selgresi og stúfa, sem eru einar af suð- lægustu jurtum hér á landi, og vaxa aðeins syðst á landinu, þær finnast t. d. ekki fyr- ir vestan Reykjanesfjallgarð eða í nánd við Reykjavík. Sama má segja um fuglaerturn- ar, sem er ein allra suðlægasta jurt hér á landi. Þessar jurtir vaxa allar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og \irðast lítið Jjroska- meiri þar en í Herjólfsdal. Suður á Torfmýri, torf merkir hér í fornri norrænni merkingu mó (mómýri), enda var hér einasta mótekjan á Eyjunum, er Kaplagjóta, við endann á Dalfjalli, er ó- skilahrossum var drekkt í fyrrum. Llér þyk- ir reimt og eiga sjódraugar að halda sig við Kaplagjótu, og munu fáir hafa þorað að fara jxangað eftir að myrkt var orðið. Hér eiga að hafa fari/.t nokkrir menn og konur og Jrað kennt sjódraugum eða óvættum við Kaplagjótu. Stúlka hrapaði til bana fyrir um 70 árum, úr Dalfjalli niður í Kapla- gjótu, hafði verið að sækja sauðaskán í ból ,á Dalfjalli. Torfmýri nær frá Kaplagjótu að norður- endanum á Ofanleitishamri, er nær suður alla leið að Klauf og Vík við Stórhöfða. Ofanleitishamar þótti hættulegt berg. Þar hröpuðu til dauðs á annan tug manna á síðastliðinni öld. Austur og suður al' Kaplagjótu eru Ensku-dysjar svokallaðar, er áður getur um, og enn austar eigi alllangt frá Dalveginum er hinn nafnfrægi Hundraðsmannahellir, er dregur nafn sitt af ]j\í, að Jvar áttu hundrað manns að hafa falizt í Tyrkjarán- inu eða í ránunum á undan Tyrkjaráninu. Við veginn var Bræðrasteinn, Jrar liöfðu tveir drengir smogið inn í lítinn skt'ita og bjargast. Fiskhellaberg heitir bergið framan í Hánni, Jjar sér ennjjá uppi á stöllum og syllum hin fornu, hlöðnu steinbyrgi, sem Eyjamenn geymdu í allskonar harðmeti til heimilisnotkunar, rikling, hertan stútung og ýsu og herta skötu. Byrgin eru lilaðin t'tr blágrýti, er dregið liefur verið upp í böndum. Þarna uppi kemst aldrei regn að og erf- itt var að stela úr byrgjunum, er síga varð í þau mörg. Þessi mannvirki eru alveg sér- stæð í sinni röð hér á landi. Hafa fróðir menn sagt, að svipuð steinbyrgi hafi verið til forna á írlandi. Við Fiskhellanefið er gamli íþróttavöllur- inn. Þar var grasflöt mikil áður og þar þreyttar veðreiðar, höfrunga- og handa- hlaup, glímur, hlaup og stökk og alls kon- ar leikir, löngu áður en flötin var tekin undir íþróttavöll eða skipulagðar íþróttir. Þegar komið er að Hásteini blasir við kaup- staðarbyggðin. Sagt var áður, að óvættina við Kaplagjótú þyrfti eigi að óttast, er kom- ið væri heinr fyrir Hástein. Hann hætti sér ekki eða elti neinn lengra. Huldufólk bj(') í hólunum í Hraunskjaftinum svoköll- uðum, suður af Hellranefi. Það hafði ver-

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.