Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 17

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 17
ÞjÓÐHÁTÍÐARBI ,AÐ ÞQRS fþróttamenn í frjálsum íþróttum á Þjóðhátíðinni 1943. Glímukonungur ársins 1945 var Þor- valdur Ólafsson (Þór). Tók hann ekki þátt í keppninni að þessu sinni. I öðrum aldursflokki, en þar eru kepp- endur 16 ára og yngri, bar Sigur úr býtum Jón Bryngeirsson (Þór). Hlaut hann að launum bikar, sem gefinn var af í. B. V. Þátttakendur í yngri flokknum voru 4. VORKAPPLEIKIRNIR Knattspyrnuæfingar byrjuðu óvenju seint í vor. Má þar mikið um kenna vellin- um, sem talinn var ónothæfur eftir sjóinn, setn flæddi yl'ir hann í vetur. Var í ráði að hætta við að nota botnvöllinn, en reyna að nýju að endurbæta gamla völlinn fyrir inn- an Hástein. Hefur það tekið lengri tíma en til var æt'lazt í fyrstu, skorti til þess bæði fé og þá sérstaklega samtök íþróttamanna um að vinna þar í sjálfboðavinnu. Er sá völlur eigi tilbúinn ennþá, en verður væntanlega til um þjóðhátíðina eða áður en haustmót byrja. Nú í vor hefur því þurft að notast við botnvöllinn, sent, eins og áður segir, er ill nothæfur, með stórum sandflögum og blettum þöktum grút. Er því hægt að gera sér í hugarlund, hve slík skilyrði, sem hér er um að ræða, geta haft lamandi áhrif á áhuga íþróttamanna til íþróttaiðkana. Fyrsta kappleik vorsins háði III. flokk- ur. Vann Þór hann með 4 mörkum gegn 1. Var leikur þessi ekki skemmtilegur, því lið- in voru of ójöfn, Voru Þórsdrengirnir mun stærri og sterkari. Dómari var Jón Scheving. Annar leikur vorsins var milli 1. flokks liðanna. Var það ljótur leikur, sem bar greinilegust merki slæmrar' þjálfunar. Sigr- aði Týr nteð 7 mörkum gegn 5'.- Er ntarka- fjöldinn óvenju mikill og er hér vart dærni til um slíkt áður.;- Virtusf þó liðin vera nokkuð jöfn og varð að framlerigja leikn- unt, sem stóð 5 og 5 hjá hvoru félagi, en í síðari hálfleik framlengingarinnar tókst Tý að skora 2 mörk. Dómari: G. Stefánsson.

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.