Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 16

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 16
ÞJÓÐHÁTÍÐARBI,AÐ ÞÓRS 16 ur. Allir eru þeir lietjur í þessu lííi, eða hafa a. m. k. verið það. En aldrei nær sögu- hetjan að lirífa svq hugi áheyrendanna, að þeir gleymi að skála fyrir henni. Glösin er fyllt og tæmd, eitt eftir annað, og drukkin skál alls þess, sem mörinum dettur í hug, og svo er sungið með hárri röddu á milli. Já, — „í tjöldunum finnst landalykt, líklega er einhver sætur“. En fyrst að Bakkus hefur tekið völdin \ ið Reglubraut, skyldi þá ekki Amor ltafa einhvers staðar völd líka? Og ég leita fyrir mér. Við Ástabraut finn ég valdasvæði lians. Ejöldin við þessa götu eru ekki frekar auð en við aðrar götur, en hér er hljóðara og kyrrlátara fólk. Hér er talað í hálfum hljóðum, eða e. t. v. er liara ekkert talað; munnarnir hafa kannske eitthvað annað að gera í nótt. Á borðinu í einu tjaldinu stendur lítið kerti, það er að brenna út. Myrkrið er að taka völdin, með sinni eilífu kyrrð og l'rið. En bjarminn frá kertinu er ]>('> nógu mik- ill til þess, að frá strák og stelpu, sem sitja þar inni á dívan, kastast skuggi á tjald- súðina. Eg sé, hvar þau vefja hvort annað örmum og munnarnir mætast í löngum, innilegum kossi. Svo fjarlægjast þeir aftur. Þetta hlaut að vera unaðsleg stund, því að í skugganum á tjaldsúðinni sé ég að and- lit þeirra ljóma í brosi. Já — „konrdti vina kæra, og kysstu mig“. Svo geng ég upp í brekku. Söngurinn sem þar var fvrir í kvöld er ntt óðum að hljóðna. Eg sest Jrar niður og læt hugann reika til þeirra margbrey.ttu skemmtana, sem unga fólkið unir sér við í nótt. Og ég reyni að gera mér grein fyrir því, hvorir eigi stærri fylgjendahóp hér inni í Herjólfsdal, Amor eða Bakkus. En það er erfitt að gera sér grein fvrir íþróttaþættir K APPGLÍMA VESTMANNAEYJA Kappglíman t'ar að þessu sinni háð í Samkomuhúsi Vestmannaeyja í febrúar s. 1. Keppt var í tveim aldursflokkum. í eldri flokknum voru 5 keppendur, 3 frá Tý og 2 frá Þór. Sigurvegari t'ar Húnbogi Þorkels- son (Þór), sem felldi alla keppinauta sína. Hlaut hann glímubeltið og um leið nafn- bótina glímukonungur Vestmannaeyja. Annar varð Kristján Georgsson (Þór), sem hlaut 3 vinninga. Þriðji Gunnar Stefánsson (Týr), með 2 tinninga, fjórði Hjörleifur Guðnason (Týr) með 1 vinning og fimmti Sigurður Gunnsteinsson (Týr) með o vinn- ing. slíku, því að ég veit að, fjöldinn allur dáir þá báða. Eg rakna við mér upp úr þessum hugs- um mínum við það, að strákur og stelpa setjast í brekkuna fyrir neðan mig. Þau skrafa saman dálitla stund í hljóði. Svo tekur hann hana til sín og sveigir hana með sér niður í grasið. „Ntt erum \ ið ein“, segir hann lágt, titr- andi röddu. „Já“, segir hún enn lægra, og kuntrar ofurlítið. Varir hennar eru opnar, hún horfir upp í himininn og heldur höndunum urn háls hans. Hann strýkur höndunum um mitti hennar, og barmur hennar hefst og hnígur í unaðslegri fró. Það er bezt fyrir mig að dvelja ekki hér lengttr, og ég hraða mér af stað. En ef ég einhvern tíma labba með stelpu upp í brekku á Þjóðhátíð, þá veit ég nú, hvað ég á að segja við hana. xxx

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.