Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 4

Þjóðhátíðarblað Þórs - 20.07.1946, Blaðsíða 4
4 ÞJÓÐHÁTÍÐARl’,I,AD ÞÓRS INGÓLFUR ARNARSON: í þróttir eru naudsyn Samkvæmt ósk þeirra, sem að þessu blaði standa, mun ég í greinarstúf þessum reyna að segja álit mitt á íþróttunum og þá alveg sérstaklega með tilliti til þess, að ég álít mig hafa notið góðs a( því starli. sem ég hef fórnað þeim. Þegar rætt er um gildi íþrotta, koma að sjálfsögðu fram manna á milli ólík sjónar- mið. En fullvíst má telja, að þeir, sem hafa notið íþróttanna, séu á einu máli um hvert gildi þeirra er fyrir ])á, er þær stunda án öfga. Þeir sem notið hafa ágæti íþróttanna munu bezt geta dæmt um gildi þeirra, en þeir, sem á einn eða annan hátt hafa farið á mis við þær, ættu með því að athuga sögu f iðins tíma í lífi mannsins að fá næga sönn- tin um, að íþróttir eru nauðsyn. Menn, senr eru komnir til vits og ára hafa áreiðanlega heyrt talað um blóma- skeið Grikkja, þ. e. a. s. það tímabil grísku þjóðarinnar, er hún stóð öllum þjóðum framar á sviði líkamsræktar og menningar. Þessi glæsilegi þáttur í sögu.grísku þjóðar- innar mun ekki gleymast meðan maðurinn lifir. Qg ]jað er athygiisvert, að iþróttirn- ar áttu sinn stóra þátt í þessu glæsilega skeiði þeirra. Það voru ekki afreksmenn einir, 'sem stukku eða köstuðu lengst, er :ærðu þennan glæsileik í líf grísku þjóðar- innar, heldur var það öll þjóðin. Hún eign- aðist íþróttirnar og stóð vel á verði um það hnoss. Fyrir þeim voru íþróttirnar hug- sjón, sem ekki fór í þá átt að auka líkams- gildið með Iiermennsku fyrir augum. Hug- sjónin var fólgin í þsesurn ógleymanlegu orðum Platons: ,Ahð krefjust íþrótta fyrir börnin okkar lil jjess að stæla líkama þeirra. Ingólfur Arnarson s\o þau verði eins þjált verkfæri andans og mögulegt er“. Þessi hugsjón á vel lieima við nútíma íþróttalíf og vonandi á íslenzka þjóðin í heild el'tir að eignast þessa hug- sjón. Hin nýlokna styrjöld færði órækar sann- anir fyrir nauðsyn íþróttanna, ekki vegna Jicss að sá hermaður, er vel var búinn íþróttum, væri vopnfimari en aðrir, heldur það, að liann var meiri drengskaparmaður. Land vort og þjóð slapp að miklu leyti við hörmungar stríðsins, enda þótt að í landinu hafi setið fjölmennur her erlendra manna. En undir slíkum kringumstæðum er afar mikil lrætta á ferðum, ef hin her- numda þjóð er smá og illa á varðbergi um sjálfstæði sitt. Óefað má fullyrða, að sú kyn- slóð, sem lifað hefur þessi hernámsár hafi verið vel á varðbergi. En rétt er að hyggja að því, hversu vel hin ýmsu menningarlé- lög í landinu Iiafa starfað í þá átt að sam- eina þjóðina gegn hættunum, og hygg ég að íþróttafélögin eigi ekki hvað minnstan þátt í, að íslenzka þjóðin stendur nú í dag sent sigurvegari yfir þeirri hættu, er streymdi yf- ir landið árið 1940. En þó vopnagnýrinn sé þagnaður á yfir- borðinu mun hann hljóma fyrir eyrum þeirrar kynslóðar, er lil’ir styrjöldina, um

x

Þjóðhátíðarblað Þórs

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblað Þórs
https://timarit.is/publication/1833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.