Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.2017, Síða 3

Skinfaxi - 01.01.2017, Síða 3
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 3 Þ ótt aðeins rúmt ár sé liðið frá stofn- un íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði er þegar farið að kveða að kepp- endum á stórmótum. Formaður félagsins segir hagræði felast í sameiningu en að nokkur tími muni líða áður en sam- legðaráhrif verða komin fram að fullu. „Sameining íþróttafélaga tekur tíma og ýmislegt sem þarf að slípa. Það er óraunhæft að ætla að ná fram öllum kostunum á einu til tveimur árum. Tíu ár er nærri lagi,“ segir Hjalti Karlsson, formaður Íþróttafélagsins Vestra á Ísafirði. Félagið fagnaði ársafmæli í janúar síðastliðnum. Það var stofnað 16. janúar 2016 þegar fjögur félög gengu í eina sæng í deilda- skiptu íþróttafélagi. Mjög var vandað til undirbúningsins, sem stóð yfir í á annað ár. Þetta var önnur atlagan að sameiningu félaganna en fyrir áratug hafði verið reynt að sameina öll íþróttafélög- in í Ísafjarðarbæ. Fulltrúar annarra fjölgreina- félaga voru á meðal þeirra sem fengnir voru til ráðgjafar. Hjalti segir þá hafa verið sam- mála um að sameining íþróttafélaga tæki tíma og þó að kostirnir við sameiningu væru augljósir þyrfti nýtt félag ákveðinn aðlögun- artíma til að þeir kæmu að fullu í ljós. Enginn efaðist hins vegar um að miklir möguleikar byggju í nýju félagi. „Markmiðið er bæði af félagslegum og rekstrarlegum toga. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að reka margar greinar undir einu merki. Við höfum sett aðalstjórn yfir stjórnir deilda og verið að vinna í ýmsum málum sem gagnast öllum. Þar á meðal sameigin- legum styrktaraðilum, samskiptum við bæj- arfélagið og fleira sem kemur félaginu og deildum þess til góða. Stærra félag með fleiri iðkendur getur náð hagstæðari samningum en ella, til dæmis lægra verði í innkaupum á þjónustu og búnaði. Við sjáum sérstaklega fyrir okkur aukið hagræði í ferðakostnaði, hagstæðari samninga við bílaleigur og margt fleira. Ferðakostnaðurinn er ævintýralega hár og þurfa sumar deildir að greiða milljónir í ferðakostnað,“ segir Hjalti en sem dæmi spil- ar meistaraflokkur karla í knattspyrnu nær eingöngu við lið á Austur- og Norðurlandi næsta sumar. Það kallar á mikil útgjöld. Hjalti segist ennfremur binda vonir við að félagið geti áður en langt um líður ráðið starfsmann sem sjái um ýmis praktísk mál fyrir deildirnar, það léttir vinnu af stjórnar- mönnum deilda sem allir leggja fram mikla sjálfboðavinnu fyrir félagið í frítíma sínum. „En síðast en ekki síst er það félagslegi þátturinn við sameininguna sem skiptir gríð- arlega miklu máli því það eykur samkennd og samtakamátt að tilheyra stóru félagi þar sem allir bera sama búninginn undir sama merki,“ segir Hjalti að lokum. Langþráð markmið náðust eftir sameiningu Hamingjan skein úr andlitum drengjanna í 9. flokki þegar þeir fögnuðu langþráðum sigri í körfubolta. Mynd: Bára Dröfn Kristinsdóttir – karfan.is. Íþróttafélagið Vestri varð til 16. janúar 2016 með sameiningu Boltafélags Ísafjarðar (BÍ), Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar (KFÍ), Sundfélagsins Vestra, Blakfélagsins Skells og knattspyrnu- hluta Ungmennafélags Bolungavíkur. „Við erum stolt af því að margir krakk- ar frá okkur í knattspyrnu, blaki og körfu hafa verið að banka á dyrnar í unglingalandsliðunum,“ segir Hjalti. Fleiri iðkendur hafa verið að gera góða hluti á landsvísu. Karlalið Vestra í blaki náði eftirtektarverðum árangri og mun leika í undanúrslitum. Athygli vakti þegar drengir í 9. flokki Vestra í körfubolta sigruðu Val í úrslitaleik í Maltbikarkeppninni en Valur er ríkjandi Íslandsmeistari í þessum aldurshópi. Annað eins hafði ekki sést fyrir vestan síðan 2. flokkur kvenna á Ísafirði varð Íslandsmeistari í körfubolta árið 1967. Drengirnir kepptu í nýjum búningum Vestra en þeir voru keyptir sérstaklega fyrir úrslitakeppnina. „Það þótti ótækt að senda strákana í sjónvarpið í gömlu búningunum,“ segir Hjalti og er augljóslega ánægður með að fyrsti titill hins nýja félags, Vestra, skuli vera kominn í hús. Það þótti ótækt að senda strákana í sjónvarpið í gömlu búningunum Hjalti Karlsson, formaður Íþrótta- félagsins Vestra. Knattspyrnulið Vestra lék í 2. deild síðastliðið sumar og endaði í 6. sæti.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.