Skinfaxi - 01.01.2017, Page 6
6 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Skinfaxi 1. tbl. 2017
Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands.
Það hefur komið út samfleytt síðan árið 1909.
Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið
dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi er
dró vagninn sem goðsagnaveran Dagur ók
um himinhvolfið í norrænum sagnaheimi.
Ritstjóri: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
Ábyrgðarmaður: Haukur Valtýsson,
formaður UMFÍ
Ljósmyndir: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson,
Gunnar Gunnarsson, Jón Kristján Sigurðsson,
Hafsteinn Snær o.fl.
Umbrot og hönnun: Indígó
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Prófarkalestur: Helgi Magnússon
Auglýsingar: Miðlun ehf. o.fl.
Ritnefnd:
Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason,
Birgir Örn Sigurðsson, Jón Páll Hreinsson og
Vigdís Diljá Óskarsdóttir.
Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa:
Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42,
105 Reykjavík, sími: 568-2929
umfi@umfi.is – www.umfi.is
Starfsfólk UMFÍ:
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningar-
fulltrúi og ritstjóri Skinfaxa
Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og
framkvæmdastjóri Landsmóta
(með aðsetur á Sauðárkróki)
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi
og verkefnastjóri
Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og
verkefnastjóri
Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari
Starfsfólk Evrópu unga fólksins
Anna R. Möller, forstöðumaður
Helga Dagný Árnadóttir, verkefnastjóri
Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi
Starfsfólk UMFÍ á Laugum í Sælingsdal
Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona
Jörgen Nilsson, tómstundaleiðbeinandi
Gunnar Már Gunnarsson, tómstundaleið-
beinandi og starfsmaður Sælingsdalslaugar
Hrönn Jónsdóttir, tómstundaleiðbeinandi
Marta Sigurðardóttir, matráður
Vladimir Babic, tómstundaleiðbeinandi
Céline Castel, matráður
Tomáš Hub, tómstundaleiðbeinandi
Stjórn UMFÍ:
Haukur Valtýsson, formaður
Örn Guðnason, varaformaður
Hrönn Jónsdóttir, ritari
Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri
Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi
Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi
Björn Grétar Baldursson, meðstjórnandi
Varastjórn UMFÍ:
Þorgeir Örn Tryggvason, Kristinn Óskar
Grétuson, Sigurður Óskar Jónsson og
Guðmundur Sigurbergsson.
Forsíðumynd:
Forsíðumyndina prýðir þátttakandi í strandblaki
á Unglingalandsmóti UMFÍ. Vinsældir blaksins
hafa aukist mikið í gegnum tíðina. Á síðasta ári
höfðu iðkendur aldrei verið fleiri. Í þessu fyrsta
blaði ársins er ítarleg umfjöllun um það hvar
hægt er að stunda blak hjá sambandsaðilum
UMFÍ. Umfjöllunin er á blaðsíðum 29–34.
Ungmennafélag Íslands hefur tekið í
notkun hugbúnað frá AZAZO sem
ætlað er að bæta verkefnastjórnun og
halda betur utan um öll gögn hreyfingarinn-
ar og fundarhöld.
Hugbúnaðarfyrirtækið AZAZO er eitt
þriggja fyrirtækja frá Íslandi sem talin eru upp
á lista breska viðskiptablaðsins Financial
Times yfir þau þúsund fyrirtæki sem vaxa
hvað hraðast í Evrópu um þessar mundir.
AZAZO, sem áður hét Gagnavarslan, hefur
þróað upplýsinga- og verkefnastjórnarkerfið
Azazo CoreData.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri UMFÍ, og Brynja Guðmundsdóttir, for-
stjóri og stofnandi AZAZO, undirrituðu í byrj-
un árs samstarfssamning. Hann felur í sér að
CoreData frá AZAZO er notað til að halda utan
um öll gögn ungmennafélagsins, verkefna-
stjórnun og fundarhöld. Samningurinn er í
samræmi við vinnu innan UMFÍ sem snýr að
stefnumörkun og framtíðarsýn hreyfingarinn-
ar. Sambandsaðilar UMFÍ fá aðgang að kerf-
inu og geta því gert starfið betra og haldið
með betri hætti en áður utan um öll gögn sín.
Síðan þetta varð hefur ráðgjafarsvið
AZAZO unnið að innleiðingu þjónustunnar í
samstarfi við UMFÍ.
Brynja og Auður
Inga handsala
samninginn.
Azazo vekur athygli
Björg Jakobsdóttir var sæmd gull-
merki UMFÍ fyrir störf sín í febrúar.
„Ég eyddi flestum frídögum mínum og
sumarleyfum fjölskyldunnar í störf fyrir
UMFÍ. Það gefur manni mikið en tekur
tíma þótt það hafi verið þess virði. Gull-
merkið er heilmikil viðurkenning á þeim
störfum í gegnum árin,“ segir Björg.
Björg var í febrúar sæmd gullmerki
UMFÍ á þingi Ungmennasambands Kjalar-
nesþings (UMSK). Hún hefur tengst ung-
mennafélagshreyfingunni frá unga aldri.
Faðir hennar vann fyrir Breiðablik og Björg
fór sjálf síðar í stjórn og framkvæmda-
stjórn félagsins. Hún hefur auk þess setið
í stjórn UMSK og verið fulltrúi UMFÍ í fjölda
nefnda og ráða. Hún sat í stjórn UMFÍ í
átta ár, var í framkvæmdastjórn UMFÍ og
gegndi m.a. embætti varaformanns í tvö
ár. Hún á nú sæti í íþróttanefnd ríkisins
sem fulltrúi UMFÍ. Stjórn UMFÍ tilnefndi
Björg í nefndina.
Björg segir það verma hjartað að fá
gullmerkið enda hvetjandi eftir að hafa
verið sjálfboðaliði hjá UMFÍ. „Þetta er
viðurkenning á því að maður hafi gert
eitthvað rétt.“
Björg ásamt Erni
Guðnasyni, vara-
formanni UMFÍ,
sem sæmdi hana
gullmerkinu.
Vermir hjartað að fá gullmerki UMFÍ
Vissir þú …
... að Ungmennafélag Íslands er
landssamband ungmennafélaga.
... að innan UMFÍ eru um
340 félög í ýmis konar
íþróttum og félagsstarfi.
... að félagsmenn UMFÍ eru:
160.964
... að landsmenn eru:
338.349
... að sambandsaðilar UMFÍ eru:
18 víða um land
og auk þess
11 félög með
beina aðild.