Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 9

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 9
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 9 „Ég þekkti ekkert til Egilsstaða, hafði einu sinni komið þangað í keppnisferðalagi og far- ið í útilegu á Hallormsstað. Við skelltum okkur austur. Ég var grasekkja í tvö ár og bjó með strákana okkar inni í skógi. Þarna sogaðist ég inn í Ungmennafélagið Þristinn, krúttlegt og kröftugt félag í sveitinni. Þegar ég var komin á bragðið hjá ungmennafélaginu sá ég auglýst starf hjá UÍA árið 2010 og fannst áhugavert að prófa að fá borgað fyrir að sinna áhuga- málinu mínu. Ég fór í ráðningarviðtal dauðans og kom örþreytt heim með það á hreinu að ég kæmi ekki til greina í þetta starf. Síðan var ég ráðin og kom til starfa 2010 eftir fæðingarorlof.“ Á sama tíma og Hildur var hjá Þristinum hafði verið of hljótt um UÍA. Reksturinn hafði verið þungur og litið var á héraðssambandið sem afætu á aðildarfélögunum. Þegar hún kom til UÍA var endurnýjun komin í gang hjá sambandinu. „Ég bætti við skoðunum mín- um um það hvernig ungmennafélag eigi að virka,“ segir Hildur. 100% starf er mikilvægt Áður en Hildur kom til starfa hjá UÍA var búið að fá sveitarfélögin átta á Austurlandi til að styðja fjárhagslega við héraðssambandið og styrkja uppbyggingu þess. Síðan var ráðinn framkvæmdastjóri í fullt starf. „Þetta skipti allt gríðarlegu máli,“ segir Hildur. „Starfsmaður í fullu starfi er mjög dýrmætur fyrir héraðssam- band. Ég gæti aldrei gert allt sem ég geri hjá UÍA í hlutastarfi á milli annarra starfa. Mörg sambönd hafa einfaldlega ekki bolmagn til annars en að ráða starfsmann í örlítið hluta- starf sem getur mætt á þing, svarað tölvu- pósti og sinnt litlum verkefnum. Starfsmað- ur í fullu starfi getur áorkað svo miklu meiru,“ bætir hún við og bendir á að sumarstarfs- maður til viðbótar sé ómetanlegur. Hildur er feiknarlega kraftmikil. Í hreyfiviku UMFÍ reynir hún að standa fyrir viðburðum um allan fjórðunginn og sinnir farandþjálfun á sumrin. „Þá keyri ég 900 kílómetra á viku til að ná til staðanna sem vilja fá okkur. Þar er svo mikil gleði þegar UÍA mætir. Þarna erum við að kynnast krökkum um allan fjórðung- inn. Þessi vinna skilar sér. Börnin koma á Sumarhátíð UÍA og jafnvel Ungl- ingalandsmót UMFÍ. Þetta er gott verkefni þótt maður geti orðið svolítið þreyttur í rassinum á öllum akstrinum.“ Hverjar eru helstu áskoranir í starfinu? „Áskoranir fyrir mig eru þær að láta erilsamt sumar ganga upp með fjögur börn. Þetta er ein af ástæðum þess að mér finnst komið gott. Þetta er ofboðslega mikil vinna en brjálæðislega skemmtileg. Það er í raun meiri áskorun fyrir mig að sitja ein inni á skrifstofunni yfir dimma vetrarmánuðina, lesa yfir ársreikning og álíka mál. Ég vil vera í hasarnum. Og ég hef haft nóg að gera,“ segir Hildur en bendir á að sömuleiðis sé krefjandi að UÍA nær yfir stórt svæði, átta sveitarfélög og til 40 aðildarfélaga. „Við viljum gera vel við þau öll. En þau eru miskröftug og stundum fáar hendur þar til að grípa boltana sem við köstum til þeirra.“ En hver er uppskriftin að góðu héraðssam- bandi? „Í fyrsta lagi er mikilvægt að hafa stjórn sem hefur brjálaðan áhuga á því sem er að gerast og þorir að hugsa út fyrir kassann, finna leiðir til að virkja svæðið sitt og greina þarfirnar í nærumhverfinu. Við settum okkur líka þá reglu að verkefni UÍA komi út á núlli. Ég fer þess vegna aldrei út í neitt nema ég sjái fram á að geta fjármagnað verkefnið. Við nýtum ýmsar leiðir, leitum í sjóði UMFÍ til að fjár- magna hitt og þetta,“ segir Hildur og nefndir hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn sem dæmi. UÍA hefur ennfremur leitað eftir því að greina þarfir íbúanna á svæði héraðssam- bandsins. Það kom sambandsmönnum á óvart á sínum tíma þegar þeir áttuðu sig á því að ungt fólk var vanrækt og þeir fóru með virkum hætti að bæta úr því. „Við sáum að UÍA er hipp og kúl í augum krakka upp að 15 ára aldri. Eftir það verður eyða þar til kemur að hópi fólks sem skráir börnin sín í félag. UÍA vantaði því virk ungmenni og raddir þeirra heyrðust ekki. Við þurftum að gera eitthvað í því og höfum í samvinnu við UMFÍ haldið ungmennaráðstefnur, tekið þátt í ungmennaskiptaverkefnum í Ungverjalandi, Írlandi og á Ítalíu og gert ýmislegt annað fyrir ungt fólk. Vinnan skilar sér til baka því að unga fólkið sækir þing héraðssam- bandsins og tekur að sér verk- efni á Unglingalandsmótum.“ Hildur segir miklu skipta fyrir UÍA að stjórn sambandsins hugsi í lausnum og þori að vera framsækin. „Við erum virkilega að víkka okkur út. Við getum ekki verið aðeins Egilsstaðir. Við erum Austurland. Við mætum á þing og berjumst fyrir niður- greiðslum, lægri flugfargjöldum. Eftir þessu er tekið og við erum dugleg að koma okkur í þá stöðu að rödd okkar heyrist. Við höfum líka sinnt þörfum ungs fólks og hjálpað því til að láta til sín taka. Það hefur tekist. Unga fólkið tekur svo við af okkur og það heldur nafni félagsins á lofti,“ segir Hildur. Hildur var mjög afreksmiðuð á sínum yngri árum. „Ég keppti á fyrsta Unglingalands- móti UMFÍ á Dalvík 1992. Ég kom ekki þangað til að fara á böll heldur til að vinna. Mér fannst það skjóta skökku við að fara á tónleika og skemmta sér. Núna er ég orðin æstasta mamman á kvöldvökunum og fer seinust heim. Ég tók U-beygju gagnvart ungmennafélagsstarfi í tíð minni sem framkvæmdastjóri og þegar börnin fóru að keppa,“ segir hún. „Allir synir mínir eru í keppnisíþróttum. Sá elsti er mikill keppnismaður, margfaldur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum og er að fara á opna breska meistaramótið í frisbígolfi. Á Unglingalandsmóti var ég mamman á hliðar- línunni sem gargaði millitíma til hans í 600 metra hlaupi. Þegar annar sonurinn kom í heiminn breyttist sýnin. Hann er listaspíra, lífskúnstner og getur ekki hlaupið í rétta átt. Í víðavangshlaupi fannst hann einu sinni liggjandi á milli þúfna að horfa á himininn. Þegar hann var spurður að því hvað hann væri að gera sagðist hann vera að njóta lífsins. Þá var hann 6–7 ára. Þá fór ég að mildast í afstöðu minni og sjá að við þurfum ekki öll að fá gullið heldur getum stundað íþróttir á eigin forsendum.“ Afrekshugsunin gufaði upp

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.