Skinfaxi - 01.01.2017, Síða 10
10 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Á rið 2015 barst Hildi óvænt tölvupóstur
sem opnaði UÍA áður óþekktar dyr. Þetta
var boð um þátttöku í ungmennaskipta-
verkefni í Ungverjalandi. „Hann var merkt-
ur eins og kæfupóstur (e. spam) og við vorum
næstum því búin að eyða honum. En við prófuð-
um að svara. Kortér í Sumarhátíð UÍA kom já-
svar og að við værum að fara til Ungverjalands
um haustið. Við lágum ekki mikið yfir þessu held-
ur ákváðum að nýta tækifærið og fórum út með
12 manna hóp 17–25 ára ungmenna. Við kom-
um til bæjarins Orosháza í miðjum flóttamanna-
straumnum, lestarstöðvar lokaðar og miklar
aðgerðir í gangi. Við höfðum aldrei upplifað
annað eins enda komin í hringiðu þess sem við
höfðum aðeins lesið um,“ segir Hildur.
Hildur segir ferðina hafa tekist afar vel, ung-
mennin hafi náð vel saman þótt þau hafi komið
hvert úr sínum menningarheimi. Stundum hafi
þó heimarnir rekist á, eins og þegar íslensku ung-
mennin fóru að tala um jafnrétti og kynlíf, kyn-
bundið ofbeldi og annað á opinskáan hátt,
nokkuð sem ungverskir vinir þeirra áttu ekki að
venjast.
„Síðasta kvöldið lentum við í hræðilegu atviki
í almenningsgarði í bænum. Við vorum þar að
njóta lífsins þegar við tókum eftir tveimur gaur-
um með læknagrímur fyrir andlitinu og lækna-
hatta á höfði sniglast í kringum okkur. Þeir
hröktu okkur úr garðinum og við vissum ekki
fyrr en þeir voru farnir að elta okkur á hlaupum.
Við fórum að gistiheimili sem drengirnir sváfu
í. Þar náðu þeir í sængur og tannbursta. Síðan
fórum við að gistiheimili stúlknanna og gistum
öll þar. Við vorum lafhrædd og fundum á eigin
skinni hvernig það er að vera flóttamaður í
ókunnu landi. En ólíkt flóttafólkinu vissum við
að við vorum að fara heim næsta dag.“
Ævintýraferð í Ungverjalandi
www. visitegilsstadir.is
EGILSSTAÐIR
VISIT
Hlökkum til að sjá
ykkur og ormurinn
í Lagarfljóti biður
að heilsa!
V
er
ið
v
el
ko
m
in
á
unglin
galandsmót UMFÍ
u
m
v
er
sl
unarm
annahelgina á Egilsstöðum
2017
2015201420112008200119831941
Taprekstur var á félaginu og óskipulag á bókhaldi. Tekjur voru
takmarkaðar. Enginn starfsmaður yfir vetrartímann. Viðhorfið
slæmt gagnvart UÍA og lítill félagsandi. Ráðist í stefnumótun til
framtíðar. Skipt er um stjórn. Nýr formaður tekur við og fram-
kvæmdastjóri ráðinn. Nýjar reglur um val á íþróttamanni ársins
innleiddar ásamt reglum um skiptingu lottóúthlutunar og úr
afrekssjóði. Stefnt að því að öll verkefni komi út á núlli. Samið er
við sveitarfélög á Austurlandi og ný verkefni skipulögð. Skrif-
stofa UÍA flytur í nýtt húsnæði. Stefnt að því að halda Ungl-
ingalandsmót UMFÍ.
Bókhaldið komið í lag.
Hagnaður er af rekstri
UÍA, eignir eru meiri en
skuldir, rekstrartekjur
rúmar 10 milljónir og
ýmis verkefni skila
hagnaði.
UMSA stofnað.
Aðildarfélögin
40 og iðkendur
um 4.000.
Sumarhátíð UÍA haldin
á Eiðum í fyrsta sinn.Brot úr sögu UÍA Sumarhátíð UÍA
flutt á Egilsstaði.
Hildur Bergsdóttir kemur til
starfa. Unglingalandsmót
UMFÍ haldið á Egilsstöðum.
Ýmis verkefni tengd
Fjarðabyggð – þjónusta
við félögin, bikarkeppni,
tvö árleg frjálsíþróttamót,
páskaeggjamót á Norðfirði
og Ávaxaleikar á Fáskrúðs-
firði, árleg sundmót á Eski-
firði eða Norðfirði.