Skinfaxi - 01.01.2017, Page 18
18 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Hjörtur Þórarinsson fagnaði 90 ára
afmæli í febrúar sl. Hann var fjórtán
ára gamall þegar móðir hans skráði
hann í ungmennafélagið í Reykhóla-
sveit. Það var árið 1941 og þá hafði
seinni heimsstyrjöldin geisað í tvö ár. Hjörtur
er feikilega hress. Hann segir galdurinn við
það að ná háum aldri, en halda orku og þreki,
að hafa nóg að gera og hlusta á líkamann.
„Það var siður í sveitinni minni að skrá sig í
ungmennafélagið og kaupfélagið um svipað
leyti,“ segir Hjörtur Þórarinsson. Hann er fædd-
ur árið 1927 að Miðhúsum í Reykhólahreppi
og ólst þar upp til 12 ára aldurs en þá flutti
fjölskyldan að Reykhólum. Hjörtur var fjórtán
ára þegar móðir hans skráði hann í Ung-
mennafélagið Aftureldingu í sveitinni árið
1941. Ekki liggur fyrir hvort kaupfélagsaðildin
fylgdi með! Á heimili Hjartar var mikill áhugi
á markmiðum ungmennafélagshreyfingar-
innar. „Auðvitað var mismikill áhugi á ung-
mennafélagshreyfingunni í sveitinni, en í fjöl-
skyldu okkar vildu allir vera í ungmennafélag-
inu, fóstri minn, mamma og við krakkarnir.
Við keyptum mikið af tímaritum og lesefni.
Skinfaxi var auðvitað þar á meðal. Hann
gegndi mikilvægu hlutverki og við lásum
vel íþróttaþætti Þorsteins Einarssonar,“ segir
Hjörtur. Þegar hann fór síðar í íþróttakennara-
skólann á Laugarvatni voru íþróttaþættir
Þorsteins hafðir til hliðsjónar í náminu.
Hjörtur leggur áherslu á að starfsemi ung-
mennafélaga hafi skipt miklu máli á uppvaxt-
arárum hans og félagsskapur tengdur hreyf-
ingu hentað flestum, ekki síst smápollum sem
létu sitt fyrsta verk eftir messu á sunnudögum
vera að fara út í fótbolta. „Það var ekki annað
félagslíf virkt á þessum tíma en það sem tengt
var ungmennafélögunum. Ungmennafélag-
ið hefur ávallt verið virkilega virkur félags-
skapur,“ segir Hjörtur.
Öflugur sjálfboðaliði
Hjörtur hefur alla tíð lagt mikið af mörkum
sem sjálfboðaliði, bæði í ungmennafélags-
hreyfingunni og öðrum félagssamtökum,
til dæmis í skátunum. Eftir að hann komst
á aldur hefur hann unnið mikið með Félagi
áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA).
Vinnan þar hófst hjá honum árið 2000 og hef-
ur Hjörtur eftir það farið á 50 staði á landinu
til að kynna ýmsar íþróttagreinar sem hugs-
aðar eru til að hvetja aldraða til að hreyfa sig
meira. „Undirtektirnar hafa verið afar góðar
og við höfum gaman að þessu enda sáum
við þar fræjum,“ segir Hjörtur. Á þeim stöðum
sem þau heimsæki verði þó að vera áhugi
á því að einhver taki við keflinu, annars beri
kynningin ekki ávöxt. Þetta er því þrotlaus
vinna. „Við komum oft á sömu staðina og
tökum upp þráðinn að nýju,“ segir Hjörtur
og bendir á að á mörgum stöðum sé íþrótta-
áhugi fyrir og á öðrum verði hann til. Í kjöl-
farið er haft samband við FÁÍA um næstu
skref.
Þrátt fyrir háan aldur heldur Hjörtur ótrauð-
ur áfram og ekur eigin bíl þótt einhverjir jafn-
aldrar hans hafi lagt ökutækjum sínum fyrir
nokkru. Hann hefur nóg að gera.
„Í fyrra tók ég saman hvað ég er að gera.
Ég fer á um 30 fundi í Reykjavík á hverju ári,
að jafnaði sex sinnum í viku í hópastarf. Ég
fer á opið hús og í boccía, síðan er ég í Hörpu-
kórnum (kór eldri borgara á Selfossi) og syng
vikulega með kirkjukórnum. Hálfsmánaðar-
lega mæti ég í stúkuna og Kiwanisklúbbinn.
Aðra hverja helgi fer ég svo í messu. Mánað-
arlega fer ég í hannyrðaklúbb með vinkonu
minni og vinkonum hennar. Það er veisla
þegar við hittumst og þar er ég fylgdarsveinn.
Svo er ég í kvæðamannafélaginu Árgala og
fer reglulega á fundi í safnaðarheimilinu, á
sæti í sóknarnefndinni og mánaðarlega eru
fundir í sóknarnefndinni,“ segir Hjörtur. Þessu
til viðbótar heldur hann heilabúinu virku og
gaf í haust út heftið Tónlistin gleður með
vísum og lögum.
„Ég hef líka skrifað mikið í tímaritið Heima
er bezt sem kemur út mánaðarlega. Þar á ég
mikið efni um Reykhólasveit. Ég vann líka
mikið með málefni Fjalla-Eyvindar í 14 ár,
skrifaði um hann og leitaði þeirra staða sem
hann bjó á um allt hálendið. Við höfum ekki
fundið þá alla, ekki hreysið á Ströndum,“
segir Hjörtur en hann hefur gefið út fræðslu-
bók um Fjalla-Eyvind og rannsóknir sínar á
ævi hans og Höllu. „Það eru alltaf að finnast
fleiri upplýsingar um mál hans og þessi saga
verður því aldrei fullskrifuð.“
Hjörtur segir þetta samt lítið í samanburði
við það þegar hann bjó í Borgarfirðinum. Þar
var hann árin 1961 til 1978 þegar hann var
skólastjóri heimavistarskólans að Kleppjárns-
reykjum. Hjörtur gegndi þrennum störfum í
skólanum, auk skólastjórastöðunnar var hann
umsjónarmaður skólans og bókari.
1927
Starfsferill Hjartar
hjá ungmenna-
félagshreyfingunni
1930 1940 1950 1960 1970
1956: Sundkennsla í júní hjá Gretti,
ungmenna- og íþróttafélagi, Flateyri.
1941: Skráður félagi 14 ára í Umf.
Aftureldingu, Reykhólasveit.
1942–1944;
Lék í leikritum.
1949–1950 :For-
maður félagsins.
1949 : Vann að stofnun sérstakrar deildar ung-
mennafélags á meðal nemenda Héraðsskólans
og Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Hjörtur
fótbrotnaði og ekkert varð úr stofnun deildarinnar.
1949/1952–1961: Starfsmaður á
héraðsmótum Héraðssambandsins
Skarphéðins (HSK) við dómarastörf.
1950/1951: Mótsstjóri á íþróttamótum Ung-
mennasambands Norður-Breiðfirðinga (UMSNB)
og Ungmennasambands Dalamanna.
1949–1951: Old boysleikfimi
hjá Umf. Snæfell, Stykkishólmi.
1950: Umferðarkennsla í frjálsum
íþróttum um vorið hjá Ungmenna-
sambandi Dalamanna (UMSD).
1950: Umferðarkennsla í frjálsum íþróttum hjá
Héraðssambandi Snæfellsnes- og Hnappadals-
sýslu (HSH) um vorið. Mótsstjóri á Breiðabliki í júlí.
1950–1957: Mótsstjóri á héraðs-
og íþróttamótum UMSD.
1968–1976: Starfsmaður
við Húsafellsmótin, sem
Vilhjálmur Einarsson skipu-
lagði á árunum og fram-
kvæmdastjóri síðustu árin.
1951: Sundkennsla í júní hjá Umf.
Barðastrandarhrepps, Birkimel.
1952: Keppti á Íslandsmóti í
badminton fyrir Umf. Selfoss.
1943–1944: Deildarstjóri
Reykjanesdeildar UMFA.
1944 : Annaðist 20 ára
afmæli Aftureldingar í mars.
1951–1953 : Old boys-
leikfimi hjá Umf. Selfoss.
Hjörtur Þórarinsson:
Hefur starfað innan UMFÍ í 75 ár
– og er enn að
Næla Ungmenna-
félagsins sem
Hjörtur fékk þegar
móðir hans skráði
hann í það 14 ára
gamlan árið 1941.