Skinfaxi - 01.01.2017, Side 19
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 19
„Þar lenti ég líka í því að vera á sama tíma
í stjórn Ungmennasambandsins þegar Akra-
nesmót var haldið. Svo var ég formaður í
kennarasambandinu og starfsmaður á Húsa-
fellsmótum. Ég var í Kiwanis líka, ökukennari
og í sóknarnefnd kirkjunnar. En þetta gekk
nú allt með góðu skipulagi og ég hafði bara
gaman að því.“
Áfengisbann gerði út
af við samkomurnar
Hjörtur vann við samkomur á vegum Ung-
mennasambands Borgarfjarðar í Húsafelli
ásamt Vilhjálmi Einarssyni íþróttakappa á
árunum 1966 til 1976. Þetta voru gríðarlega
umfangsmiklar samkomur og þar skemmtu
þekktustu tónlistarmenn landsins.
Hjörtur segir að þar hafi verið mikið að
gera. Þetta var erfið en skemmtileg vinna og
þurfti að huga að mörgu svo að púsluspilið
gengi upp. Samkomugestir voru á milli
15-20.000 þegar best lét og var fjárhagsleg
velta mikil eftir því. Ungmennafélögin í Borg-
arfirði höfðu miklar tekjur af sölubásum um
þær helgar sem samkomurnar stóðu á hverju
ári og gerði það þeim kleift að byggja upp
félagsheimilin í héraðinu.
„Hjá félagi nokkru var meiri velta á Húsa-
fellsmóti eitt árið en í 50 ár á undan,“ segir
Hjörtur og bendir á að öll félagsheimili í
Borgarfirði hafi notið góðs af Húsafellsmót-
unum í gegnum árin, byggt var við þau og
félagsheimilin stækkuð.
En halla tók undan fæti í samkomuhald-
inu þegar gestir gerðu kröfu um að fá að
koma með áfengi á staðinn. Hjörtur og aðrir
aðstandendur ungmennafélaganna höfðu
fram að því staðið á því föstum fótum að
banna allt áfengi.
1980 1990 2000 2010 2017
1972–1977 : Í stjórn Ung-
mennasambands Borgarfjarðar
(UMSB), formaður 1975–1976.
1975: Undirbjó Landsmót
UMFÍ á Akranesi. Var í
fegrunarnefnd nokkur ár.
1972–1978 : Skráður félagi í
Umf. Reykdæla, Borgarfirði. Var í
söngnefnd og endurskoðandi.
1972–1974 : Félagi í
Samkór Umf. Reykdæla.
2000–: Í nefnd eldri ungmenna-
félaga (UMFÍ) sem Pálmi Gíslason og
Hafsteinn Þorvaldsson stofnuðu.
2004/2009: Kynning og
störf á Landsmótum UMFÍ.
2010: Tók saman greinargerð
um Heimavistarskólann á Laug-
um og byggingu sundlaugar-
innar og sundkennslu þar.
2012–: Störf vegna
Landsmóta UMFÍ 50+.
„Á endanum misstum við samkomurnar
frá okkur því að við vorum svo hörð á því að
stöðva alla sem vildu koma með áfengi. Ég
man sérstaklega eftir því árið 1972 að þá var
sams konar samkoma haldin á Laugarvatni.
Þar var ekki eins mikil hindrun á áfengi,“ rifjar
Hjörtur upp og segir að við þetta hafi fækkað
mikið í Húsafelli. „Ég man það vel að einn
laugardagsmorgun var hringt í okkur og
spurt hvað við gætum sent marga lögreglu-
menn yfir á Laugarvatn. Við vorum með 42
lögreglumenn á fullum launum sem við þurft-
um að greiða alla helgina og það var ekkert
að gera hjá þeim. Við sendum lögreglurútuna
með 30 manns á Laugarvatn. Það bjargaði
fjárhagnum hjá okkur því að þeir tóku við
launagreiðslum frá Laugarvatni frá laugar-
dagsmorgni,“ segir Hjörtur.