Skinfaxi - 01.01.2017, Side 22
22 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands
Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi
UMFÍ og verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ, sótti
ráðstefnu ISCA um framtíð almenningsíþrótta
í Wroclaw í Póllandi í febrúar sl. Þar hitti hún
Lösku Nenova, verkefnastjóra ISCA í Evrópu,
sem hefur umsjón með Hreyfivikunni í álfunni.
Þær Sabína og Laska kynntust í gegnum ISCA
og hafa átt í reglulegum samskiptum síðan
Hreyfivikan fór fyrst fram árið 2012.
Gat ekki hætt að hugsa
um Hreyfivikuna
Sabína settist niður með Lösku og spurði að
íslenskum sið hvaðan hún væri og hvað ylli
því að hún hefði farið að vinna hjá ISCA.
„Ég er draumóramanneskja sem trúir því
að hún geti bjargað mannkyni,“ segir Laska
og dæsir yfir sjálfri sér. Laska er frá Búlgaríu,
fædd og alin upp í borginni Plovdiv. Þetta
er næststærsta borg Búlgaríu og ein af elstu
borgum landsins. „Ég lærði hagfræði en fór út
í markaðsmál. Ég vann hjá ýmsum fyrirtækj-
um en varð þreytt á menningunni þar og
vildi frekar láta drauma mína rætast. Ég fór
þess vegna að vinna hjá frjálsum félagasam-
tökum,“ segir Laska. Hún var á ráðstefnu í
Frakklandi árið 2012 að kynna sér hreyfingu
barna og ungmenna. Þar rak á fjörur hennar
kynningu á Hreyfivikunni, sem í Evrópu kall-
ast Move Week.
„Ég féll fyrir verkefninu á fyrstu mínútum
kynningarinnar enda sá ég strax mikla mögu-
leika fólgna í Hreyfivikunni,“ segir Laska og
viðurkennir að þegar hún sneri aftur heim til
Plovdiv hefði hún ekki getað hætt að hugsa
um Hreyfivikuna. Hún kynnti verkefnið í
heimaborginni og fékk samstarfsaðila til liðs
við sig. Verkefnið sló í gegn og með hjálp boð-
bera og iðkenda í líkamsræktarstöðinni, sem
hún sækir, voru rúmlega 100 viðburðir skipu-
lagðir í Plovdiv fyrsta árið.
Árangurinn var svo góður að undir lok árs-
ins var Lösku boðið að gerast verkefnastjóri
hjá ISCA í SA-Evrópu. Ári síðar voru viðburð-
irnir í Hreyfivikunni í Búlgaríu 400 talsins og
fjölgaði þeim eftir það. Verkefnið gekk afar
vel hjá Lösku og var helmingur allra viðburða
Hreyfivikunnar í SA-Evrópu það árið. Henni
var því boðið að taka alla Evrópu að sér fyrir
ISCA. Undir henni er Hreyfivika UMFÍ.
Hreyfivikan er
hugsjónaverkefni
Þótt svæðið, sem Laska ber ábyrgð á, sé gríð-
arlega víðfemt og fjölmennt er hún sama
draumóramanneskjan og áður.
„Hreyfivikan byggir á hugsjón og snýst að
miklu leyti um markaðssetningu. En það sem
skiptir hér máli er að málefnið er gott. Hreyfi-
vikan snýst um að fá fólk til að hreyfa sig
meira og kannski til að svitna pínulítið.“
Eru hindranir?
„Auðvitað er það svo. Það er alltaf þessi
umræða um fjármagn. En það er í annarri
merkingu en oftast þar sem fjármagn skortir.
Í samhengi okkar felst vandinn í því að fjár-
magn fer frá fyrirtækjum til þeirra eigin verk-
efna sem þau standa ein að. Síðan eru það
greinarnar sem fólk stundar. Við höfum verið
að ræða við kollega okkar um það sem við
teljum vera neikvæða þróun. Fólk stundar í
auknum mæli álagsíþróttir eins og tabata og
crossfit. Þar hreyfir fólk sig og púlar. En þetta
eru ekki grunnhreyfingar og þessar æfingar
auka líkurnar á meiðslum. Svo er ímyndin
ekki góð því að hún byggist á því að flagga
stæltum líkömum í auglýsingum og keppni,
allt snýst um keppni. Í þetta fara peningarnir
í stað þess að fara til lýðheilsuverkefna fyrir
venjulegt fólk.“
Kolféll fyrir
hreyfivikunni
Hreyfivika UMFÍ verður dagana
29. maí – 4. júní. Hvað ætlar þú
að gera í Hreyfiviku UMFÍ?
Hreyfivika UMFÍ verður dagana 29. maí
til 4. júní nk. Hreyfivikan er samevrópskt
verkefni sem hefur það að markmiði að
fá 100 milljón manns til að hreyfa sig
reglulega á hverjum degi fyrir árið 2020.
Fá ár eru því til stefnu. UMFÍ hefur frá
árinu 2012 tekið þátt í Hreyfivikunni
og verður þetta því sjötta árið í röð
sem verkefnið stendur yfir.
Laska Nenova,
verkefnastjóra ISCA í Evrópu.