Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 26

Skinfaxi - 01.01.2017, Side 26
26 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Hver er staðan á tryggingamálunum hjá félaginu þínu? Dæmi um íþróttaslys: • Leikmaður í knattspyrnu fótbrotnar eftir tæklingu annars leikmanns • Handknattleiksmenn fá tíð högg á andlit með þeim afleiðingum að þeir nefbrotna og/eða fá heilahristing. • Lyftingamaður getur misst lóð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. • Stúlka í leikfimitíma í grunnskóla stekkur yfir kistu. Stökkið mistekst og hún fellur við dýnu á gólfinu. Skólabróðir hennar stekkur yfir kistuna og lendir á baki stúlkunnar sem fellur í gólfið og meiðist á ökkla. • Iðkandi í tennis er að hita upp með fleirum á æfingu. Bolti fer af einum velli í auga iðkandans. Á gráu svæði Sum íþróttafélög hafa farið þá leið að greiða leikmönnum, sem slasast, verk- takagreiðslur eftir á og náð því í gegn að ríkið greiði fyrir sjúkraþjálfun leik- manna sinna í gegnum almannatrygg- ingakerfið. Ef um vinnuslys er að ræða fellur slysið undir vinnuslysalöggjöfina en er ekki flokkað sem íþróttaslys. Í þeim tilvikum þarf ekki 10 daga óvinnu- færni til að fá endurgreiðslu sjúkra- kostnaðar. Þetta er auðvitað á gráu svæði siðferðislega séð. Í þessum til- vikum sleppa íþróttafélög nánast við allan kostnað vegna sjúkraþjálfunar. 3.843 íþróttaslys á Íslandi árið 2015 Eftir því sem íþróttaiðkun almennings eykst því meiri verður slysahættan. Fjöldi skráðra íþróttaslysa á Íslandi 2015 var 3.843. Það er rúmlega 10% af öllum skráðum slysum. Þar af kemur fram í samantekt embættis land- læknis, að árið 2015 voru 558 skráð slys í aldursflokknum 10–14 ára og 351 í aldurs- flokknum 15–19 ára. Íþróttaslys eftir aldri 2015* Aldur Karlar Konur Bæði kyn 0–4 7 7 14 5–9 114 116 230 10–14 459 558 1.017 15–19 564 351 915 20–24 399 134 533 25–29 209 89 298 30–34 158 56 214 35–39 98 48 146 40–44 106 56 162 45–49 52 45 97 50–54 45 35 80 55–59 21 20 41 60–64 17 22 39 65–69 18 12 30 70–74 6 1 7 75–79 4 - 4 80–84 4 - 4 85–89 - - 0 90+ - 1 1 Samtals 2.281 1.551 3.832 * Embætti landlæknis (http://www.land- laeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/tolfraedi/ allt-talnaefni/). Hefðbundin slys eru samstuð í knatt- spyrnuleikjum. Ungmennafélagið Sindri vinnur að því að upplýsa iðkendur um tryggingamál sín. „Félagið er ekki tryggt vegna mögu- legra slysa á iðkendum umfram almanna- tryggingar á íþróttafólki. En við erum ný- lega búin að setja upp mjög fastmótað kerfi um sjúkrakostnað sem til dæmis er útskýrt í nýjum samningum við leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og erum að vinna í því að setja upplýsingar á heima- síðuna hjá okkur um tryggingamál iðk- enda. Þar ætlum við líka að hafa upplýs- ingar um tryggingamál á ferðalögum, það er hvernig iðkendur eru tryggðir, til dæmis í rútum á okkar vegum og þess háttar,“ segir Jóna Benný Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Sindra á Höfn í Hornafirði. Tryggingar íþróttafólks í almannatrygg- ingakerfinu ná aðeins til 16 ára og eldri og eru takmarkaðar við að einungis þeir sem hljóta 10 daga óvinnufærni vegna slyss eigi möguleika á endurgreiðslu sjúkrakostnaðar. Aðrir þurfa að bera kostn- aðinn sjálfir. Ungmennafélagi, eins og öðrum félög- um, ber skylda til að tryggja knattspyrnu- fólk sem er á sambandssamningi KSÍ, en inni í þeim tryggingum eru slysadánar- bætur, örorkubætur og dagpeningar. Erlendir leikmenn, sem félagið hefur fengið dvalar- og atvinnuleyfi fyrir, eru sjúkratryggðir samkvæmt þeim reglum sem gilda um tryggingar til að fá slíkt leyfi. Félagsmenn hafa lent í slysum í æfing- um og keppnum. Jóna segir þau ekki alvarleg. „Hefðbundin slys eru samstuð í knattspyrnuleikjum og þess háttar sem hafa komið upp. Slík slys eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands og sótt er í sjóði hjá ÍSÍ og stéttarfélögum til að standa straum af kostnaði vegna endurhæfingar og lækniskostnaðar. Niðurstaðan í þeim málum hefur verið sú að félagið eða sá slas- aði hafa fengið endurgreiðslu sjúkrakostn- aðar. Ekki hefur komið til þess að sækja þurfi um miskabætur eða annað slíkt, en ef svo væri yrði óskað eftir mati á miska viðkomandi einstaklings (læknisfræðilegri örorku) til Sjúkratrygginga Íslands.“ Félagið eða sá slasaði hafa fengið sjúkrakostnað endurgreiddan Jóna Benný Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags- ins Sindra á Höfn í Hornafirð. Lokuðu skíðasvæði eftir þungan dóm Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í apríl Skíðafélag Dalvíkur til að greiða skíðakonu 7,7 milljónir króna í skaða- bætur, auk vaxta og málskostnaðar, vegna slyss sem konan lenti í í Böggvisstaðafjalli snemma árs 2013. Konan, sem var varaformaður skíðafélagsins, renndi sér á skíðum af svæðinu fram hjá færanlegu öryggisneti og í átt að bílastæði. Þar fór hún fram af mishæð sem myndast hafði við troðslu skíða- svæðisins og slasaðist. Nokkrum dögum eftir að dómurinn féll var svæðinu lokað um óákveðinn tíma. Stjórn félagsins sagðist kanna hvort rekstrargrundvöllur svæðisins hefði brostið við þetta.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.