Skinfaxi - 01.01.2017, Blaðsíða 27
SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Alexander Kárason er forfallinn áhuga-
maður um hjólaíþróttir og jaðarsport.
Hjólahreystibrautir fyrir almenning eiga
hug hans og hjarta og hann vill sjá þær
sem víðast því börn virðast sækja í
skemmtilegar þrautabrautir til að hreyfa
sig.
„Ég hef verið mikið í sporti og verið ötull
stuðningsmaður þess að allir fái aðstöðu fyrir
áhugamál sín sem stuðlað geti að aukinni
hreyfingu,“ segir jaðarsportistinn og orkubolt-
inn Alexander Kárason, eigandi fyrirtækisins
Lex Games eða Lexi eins og flestir þekkja
hann. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi á
hjólahreystibrautum, brettapöllum og
hönnun á leik- og klifursvæðum sem henta
til æfinga í parkour. Alexander hefur staðið
fyrir uppsetningu á nýrri gerð hjólahreysti-
brauta í Mosfellsbæ og Garðabæ. Hann vill
sjá brautir sem þessar víða um land þar sem
börn og ungmenni geta komið saman og
skemmt sér á heilbrigðan hátt.
Börnin fara fyrr í skólann
Alexander segir hjólahreystibrautirnar fyrir
alla sem eru á tækjum með hjólum, BMX-
hjólum, fjallahjólum, hjólabrettum og hlaupa-
hjólum. Fá takmörk séu fyrir því sem hægt sé
að gera. Brautin í Garðbæ er á milli Garða-
skóla og Flataskóla. Hún var tekin í notkun í
lok mars við afar góðar undirtektir og biðu
börn í biðröðum eftir því að fá að skella sér
í hana. Sömu sögu er að segja af brautinni í
Mosfellsbæ.
„Mér finnst að svona brautir henti sem frá-
bært leik- og æfingasvæði fyrir krakka en það
er gríðarlega þörf fyrir alvöru svæði fyrir hjóla-
bretti, BMX og hlaupahjól. Við erum frekar
aftarlega á merinni í þessari þróun. Það er
LEXI BÆTIR
AÐSTÖÐU FYRIR
FÓLK SEM VILL
HREYFA SIG
Lexi er formaður og stofnandi nokkurra íþróttafélaga, þar á
meðal er hann í Jaðri, íþróttafélagi, sem er innan ÍBR. Innan
félagsins eru vélsleðadeild, mótorhjóladeild, hjólabrettadeild
og BMX-deild, en áhugi á slíkum hjólum hefur aukist mikið
hér á landi upp á síðkastið. Lexi hefur að eigin sögn unnið að
uppbyggingu fyrir íþróttagreinar sem hafa þurft á rödd að
halda til að byggjast upp. Hann hefur sjálfur keppt mikið, er
fjórfaldur Íslandsmeistari í snjókrossi og hefur keppt tvisvar
á X-Games.
Nýjasta hjólabrautin er í Garðabæ. Brautina kallar Alexander
Pumpuna. Það vísar í líkamsbeitinguna sem þarf til að koma sér
í gegnum brautina á hjóli.
alveg spurning hvort við þurfum að óska
eftir aðstoð eða kennslu frá þeim nágranna-
þjóðum sem hafa séð þjóðfélagsþörf á að
byggja upp fjölbreytta aðstöðu fyrir sem
flesta,“ segir Lexi og bendir á að hlaupa-
hreystibrautirnar laði að sér krakka og þau
fái meiri áhuga á nærumhverfi skólans.
„Börnin hafa verið að mæta hálftíma fyrr
í skólann til að komast í brautina. Það er
fínt að láta þau pústa þar því þá verða þau
rólegri þegar inn er komið,“ segir hann.
Börnin vita hvað þau vilja
Alexander bendir á að brautir sem þessar
gagnist börnum og ungmennum frekar en
ramparnir sem hafi verið keyptir í gegnum
tíðina að tilstuðlan fullorðinna sem telji sig
vita hvað börnin vilji og þeir settir víða upp.
Þeir séu stórir, börnin þori ekki að nota þá.
Börnin kjósi frekar brautir sem henti öllum
og séu öruggari. Hjólahreystibrautirnar segir
hann ódýrari en ramparnir sem hafi verið
settir upp og því ætti að vera á færi fleiri að
setja slíkar upp með litlum tilkostnaði.
Alexander segir einfaldar reglur við braut-
ina, þau skiptist á að nota hana og hafi hjálma
á höfði. „Það virkar,“ segir Alexander og stefnir
á að gerast boðberi hreyfingar í Hreyfiviku
UMFÍ í maí. Viðburðurinn, sem hann stendur
fyrir, verður tengdur við hjólahreystibrautirn-
ar. Þá hefur hann hug á að setja upp braut á
Egilsstöðum þegar Unglingalandsmótið fer
þar fram um næstu verslunarmannahelgi í
sumar.