Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 29

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 29
 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands 29 Á hugi og ástundun á blaki hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Iðk- endum hefur fjölgað viðstöðulítið frá aldamótum að undanskildum árunum 2005 og 2009 þegar þeim fækkaði lítillega á milli ára. Á síðasta ári voru iðken- dur 3.323 og höfðu þeir þá aldrei verið fleiri. Iðkendur eru í 14 sambandsaðilum UMFÍ og tugum íþróttafélaga um allt land. Blak hefur verið stundað lengi á Akureyri og í Reykjavík og er þátttakan mest á suð- vesturhorninu. Síðustu ár hefur uppgangur- inn verið mikill í Neskaupstað og á Ísafirði og fáein ár eru síðan blakdeild var sett á lagg- irnar í Keflavík. Í ársskýrslu Blaksambands Íslands fyrir árið 2016 segir að blakíþróttin sé í hægum en öruggum vexti. Vöxturinn byggist á því að fjölga ungum iðkendum. Í ljósi þess hefur stjórn Blaksambandsins ásamt landsliðsnefnd fjölgað yngri landsliðunum og verkefnum fyrir þau. Öldungum hefur fjölgað mikið í röð- um iðkenda. Á öldungamóti Blaksambands Mikill uppgangur í blaki Íslands í Garðabæ og Álftanesi í maí 2016 mættu fleiri þátttakendur 30 ára og eldri til leiks en nokkru sinni fyrr. Þetta var engu að síður 41. skiptið sem öldungamót var haldið. Til leiksvoru skráð 158 lið, þar af 107 kvennalið en 51lið karla og var keppt frá fimmtudegi til laugardags á 13 völlum í þremur íþróttahúsum. Blakíþróttin hefur átt miklum vinsældum að fagna upp á síðkastið. Metþátttaka er í greininni og hefur öldungum í íþróttinni fjölgað mikið. Íþróttin er stunduð víða um land. Strandblak Strandblak er fremur ung íþrótt hér á landi. Nú eru tæplega 40 strandblakvellir um allt land. Flestir eru þeir þó á SV-horni landsins, þar af níu á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vallanna er hins vegar mismunandi. Margir eru þó mjög góðir. Árið 2016 fjölgaði þátttak- endum í keppnum í strandblaki en alls tóku 189 einstaklingar þátt í strandblakmótum sumarsins og höfðu þeir aldrei verið fleiri.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.