Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.01.2017, Qupperneq 32
32 SKINFAXI tímarit Ungmennafélags Íslands Harpa Grímsdóttir, formaður blakdeildar Vestra á Ísafirði, segir áskorun að bjóða upp á nýjar greinar eins og blak í bæjarfélög- um þar sem nóg framboð er af öðrum tóm- stundum. Hún hvetur þá sem vilji bjóða upp á nýjar greinar að bíða ekki með það heldur prófa sig áfram. „Það hefur gengið ágætlega að byggja upp yngri flokka í blaki í Ísafjarðarbæ. Við byrjuðum með yngri flokka haustið 2007 og nú eru þeir krakkar að skila sér í meistara- flokkana. Við höfum verið með lið á Íslands- mótum í 3.–6. flokki undanfarin ár og geng- ið bara nokkuð vel,“ segir Harpa en hún hef- ur ásamt manni sínum, Gunnari Páli Eydal, og fleirum byggt upp blakdeild félagsins. Harpa segir iðkendafjölda misjafnan eftir árgöngum auk þess sem iðkendur komi víða að. „Í yngri flokkum Vestra eru iðkendur frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri og því er tals- verð keyrsla hjá mörgum á æfingar. Vestri og Stefnir hafa haldið úti yngri flokka æfing- um á Suðureyri og þar hafa verið nokkuð margir iðkendur. Blak hentar vel í minni bæjum þar sem íþróttahúsin eru kannski ekki mjög stór og ekki margir krakkar í hverjum árgangi,“ segir hún og bendir á að fjórir leikmenn geti myndað lið í yngstu flokkum í blaki, en sex leikmenn hjá 12 ára og eldri. „Þetta er svo gaman og góður félagsskapur í þessari íþrótt,“ segir Guðlaugur Jónsson. Hann heldur utan um æfingar 8–9 manna hóps karla á Tálknafirði sem æfir undir merkj- um blakdeildar Ungmennafélags Tálknafjarð- ar. Þegar boðað er til æfinga kemur hópur frá Bíldudal yfir og öfugt. Guðlaugur segir blak hafa verið stundað á Tálknafirði í um tíu ár. Þegar Bíldælingum hafi verið boðið í samstarf fyrir um sex árum hafi áhuginn á íþróttinni kviknað í Bíldudal og hafi lið öldunga þaðan keppt á mótum. Um þrjú ár eru síðan lið frá Tálknafirði keppti í blaki. Guðlaugur segir erfitt að virkja ungt fólk í blaki á Tálknafirði. Það telji sig hafa svo mikið að gera að það hafi ekki tíma fyrir blak. Sveitarfélagið fékk gefinn strandblakvöll í fyrra og var hann tilbúinn í september sl. Völlurinn tekur við af öðrum sem var orðinn lélegur. „Strandblakvöllurinn vekur mikla lukku. Það verður gaman næsta sumar að spila á honum,“ segir Guðlaugur. Hverjar eru helstu áskoranir? „Á stöðum eins og Ísafirði er mikið framboð af íþróttum og öðr- um tómstundum fyrir börn, og það má því segja að samkeppnin um börnin sé mikil. Það er mitt mat að það sé einmitt mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir, til að ná sem flestum í eitthvað. Blak getur hentað vel bæði fyrir krakka sem eru miklir boltakrakkar og hafa gaman af öllum íþróttum, og eins fyrir þau sem hafa ekki fundið sig í öðrum boltaíþróttum vegna þess að blak er ekki mikil „kontakt-íþrótt,“ segir Harpa. Harpa segir blak mjög tæknilega íþrótt og því sé það áskorun að kenna nýjum iðkendum blak á skemmtilegan hátt. „Þetta þarf að vera rétt blanda af tækniæfingum og leikjum og fjöri. Í mörgum öðrum boltaíþróttum er hægt að hafa gaman af íþróttinni og hlaupa með þótt maður sé byrjandi. Blakið verður skemmtilegra eftir því sem maður hefur æft lengur og náð að til- einka sér tækni og leikskipulag. Það var mikil framför að mínu mati þegar byrjað var að kenna krakkablak hjá yngstu flokkunum, en krakkablak er leikur sem líkist blaki og er spilaður á mismunandi stigum eftir getu iðkenda.“ Harpa segir það líka áskorun að bjóða upp á blak á stöðum eins og Ísafirði þar sem er lítil blakhefð er fyrir í bæjarfélaginu. For- eldrarnir þekki ekki íþróttina og haldi að greinin eigi ekki mikla framtíð fyrir sér. Þá þykir henni of lítið sýnt frá keppnum í blaki í sjónvarpi og vanti yngri iðkendur fyrir- myndir. Á hinn bóginn segir hún Blaksam- band Íslands hafa staðið sig vel og félagið átt nokkra krakka í unglingalandsliðum. Á Harpa ráð fyrir stjórnendur félaga sem vilja byggja upp yngri flokka í blaki? „Það er um að gera að prófa. Ef það er áhugasamt fólk sem stendur að baki upp- byggingunni er mjög líklegt að vel takist til. Svo er um að gera að senda lið á Íslands- mót sem fyrst, ekki bíða eftir að liðið verði „nógu gott“. Á Íslandsmótum er spilað á mismunandi getustigum og flestir krakkar hafa mjög gaman af því að fara á mót, kep- pa og hitta aðra blakara. Þá eykst áhuginn og það verður líklegra að þau haldist í íþróttinni,“ segir Harpa. „Það hefur verið hefð fyrir blaki á Siglufirði, heilmikið líf í meira en 40 ár og lengi keppt við önnur blaklið hér á Norðurlandi,“ segir Þórarinn Hannesson, íþróttakennari á Siglu- firði og formaður Ungmennafélagsins Glóa. Áður voru félögin tvö, karlafélagið Hyrnan og kvenblakfélagið Súlurnar og voru þau aðildarfélög Ungmennafélagsins Glóa. Siglfirðingar hafa lengi átt góð lið á öld- ungamótum í blaki og tryggði karlaliðið, sem Þórarinn er í, sér Íslandsmeistaratitil í 2. deild í mars sl. Þegar skilyrði voru sett um það að lið öldunga þyrftu að vera undir íþróttafélögum voru karla- og kvennafélög- in sameinuð vorið 2015 í Blakfélagi Fjalla- byggðar. Stefnt er að því að félagið verði tekið inn í Ungmennafélag Fjallabyggðar á næsta vorþingi. Þórarinn bendir á að karlalið öldunga í blaki í Fjallabyggð hafi að miklu leyti verið Siglufjörður karlar sem voru í boltaíþróttum á árum áður. Þá hafi vantað vett- vang til að sprikla saman. Síðustu ári hafi líka verið unnið að því að fjölga yngri iðkendum. „Fyrir tveimur árum var boðið upp á krakkablak í fyrsta sinn og er uppgangurinn góður. Blakfélagið hefur fengið góðan stuðning frá sveitarstjórn Fjallabyggðar og styrktaraðilum svo við höfum getað gert þetta almennilega. Það sem skiptir máli er að það hefur verið öflugt fólk í þessu og and- inn er góður,“ segir Þórarinn. Tálknafjörður Ísafjörður Fyrir tveimur árum var boðið upp á krakkablak í fyrsta sinn og er uppgangurinn góður

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.