Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 9
 SKINFAXI 9 Hefur það tekist? „Já það held ég. Margir á Landsmótinu á Sauðárkróki sögðu að þetta væri það skemmtilegasta sem þeir hefðu prófað. En skýr asta dæmið er þegar við vorum með kynningu á biathloni í Laug ardalnum í sumar. Við höfðum nýklárað að setja brautina upp þegar myndatökumaður frá Stöð 2 kom aðvífandi og spurði hvort við gætum sett upp keppni fyrir hann til að taka upp. Við gerðum það og fengum nokkra stráka, sem voru í dalnum að leika sér, til að koma og taka þátt í biathloni. Þeir höfðu ekki gert það áður, hlupu eins og þeir ættu lífið að leysa og skemmtu sér konunglega. Það besta var þegar móðir eins stráksins kom til mín undrandi og sagði: „Það er langt síðan ég hef séð drenginn minn hlaupa svona. Hefði aldrei trúað því að það væri hægt að ná honum úr tölvunni,“ segir Valdimar og viðurkennir að það sé góður mælikvarði á árangur greinarinnar. Valdimar er nú ásamt öðru að leggja drögin að frekara kynn- ingarstarfi á hlaupaskotfiminni á næsta ári. Hann sér fyrir sér alls konar útfærslur, svo sem hjólaskotfimi þar sem þátttakendur hjóla utanvegar, svo sem í Öskjuhlíðinni, og stoppa á tilteknum skot- svæðum. Um leið þarf að finna íþróttafélag eða deild innan félags sem getur tekið greinina að sér, fóstrað hana og haldið kynningar- og mótastarfinu áfram. Valdimar segir að þótt margar íþróttagreinar séu til sé greini- legt að nýja grein eins og biathlon vantar. „Foreldrar barna, sem hafa próf að biathlon, hafa komið til mín og spurt hvar hægt sé að æfa þessa grein,“ svarar Valdimar Gunnarsson. „Það sann- færir mig enn frekar um að þetta sé rétta greinin.“ UMSK hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ á 42. sambands- ráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Ísafirði 20. október síð- astliðinn. Verðlaunin voru veitt fyrir nýsköpun og nýjungar í starfinu. Þar á meðal voru innleiðing á hlaupaskotfimi, útbreiðsla á pannavöllum á meðal aðildarfélaga UMSK, grunnskólamót í blaki sem var haldið í fyrsta sinn á vor- dögum og samstarfsverkefni sem hvetja til hreyfingar eldri borgara. Lumar félag þitt á skemmtilegri frétt sem þér finnst að fleiri þurfi að vita um? Sendu okkur þá skeyti með erindinu á ritstjóra Skinfaxa á jon@umf.is. Hann Jón svarar öllum! Biathlon

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.