Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 22
22 SKINFAXI Ungmennafélög landsins fóru af stað full af eldmóði þegar þau hófu skógrækt í byrjun síðustu aldar. Skógrækt varð snemma á stefnuskrá margra félaga og markmið þeirra var að draga úr gróður- eyðingu og klæða landið skógi á nýjan leik. Um leið og Ungmenna félag Íslands (UMFÍ) var stofnað sem lands- samband ungmennafélaga árið 1907 var farið að ræða hug - myndir um sérstakan skógræktardag ungmennafélaganna til að styðja við að nálgast þetta markmið. „Ungmennafélögin voru mjög stórhuga í skógrækt. En þau höfðu ekki mikið til að fara eftir og því var skipulagið ekki mikið til að byrja með,“ segir Sigríður Hrefna Pálsdóttir sem skoðaði þessa vinnu ungmennafélaganna í loka verk efni sínu í skógfræði og landgræðslu við auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í vor. Hún ferðaðist um landið sumrin 2016 og 2017 með stuðningi UMFÍ og Skógræktarfélags Íslands í leit að reitunum, skrásetti þá sem hún fann, staðsetti þá með GPS-tæki og tók út ýmsar upplýs- ingar um þá, svo sem þéttleika og tegundir. Markmið Sigríðar var að kanna hvort einhverjir reitanna kynnu að henta til úti- vistar fyrir almenning. Sú er raunin í ýmsum tilvikum. Ætluðu að klæða landið skógi Í ritgerðinni kemur fram að í upphafi skógræktarvakningar inn- ar í byrjun síðustu aldar hafi verið lítið um skóg á Íslandi en eitthvað verið til af friðuðum gömlum birkiskógi. Í skóg ræktar- verkefni ungmennafélaganna hafi falist að finna og friða svæði sem svo væri hægt að gróðursetja í. Áherslan hafi ver - ið lögð, hjá ungmennafélögum og fleir um, á að finna erlend- ar trjátegundir sem gætu vaxið vel á Íslandi. Með það fyrir augum voru gerðar tilraunir um það hvaða tegundir gætu þrif- ist hér á landi, aðrar en birki. UMFÍ gaf út leiðbeiningabækl- inga um skógrækt strax á fyrstu skrefum verkefnisins og þar var að finna ýmsar upp lýsingar um það hvernig skyldi bera sig að við gróðursetn ingu, eftirlit og viðhald skóga. Mér leið svolítið eins og Indiana Jones Dæmigerður skógarreitur við Innstaland í Skagafirði. Við stofnun ungmennafélaganna á fyrsta áratug síðustu aldar var markmiðið að klæða landið skógi milli fjalls og fjöru. Sigríður Hrefna Pálsdóttir hefur kortlagt meirihluta skógarreitanna en á eftir að finna þá suma. Birkið vinsælast Birki er algengasta trjátegundin í þeim skógarreitum sem Sigríður fann en sitkagreni er í öðru sæti. Á meðal ann- arra helstu tegunda voru rússalerki, stafafura og Alaska- ösp. Sigríður segir að tegundavalið virðist hafa að ein- hverju leyti hafa verið annað í skógarreitum ungmenna- félaganna en almennt tíðkaðist í skógrækt hér á landi og verið fjölbreyttara. Trjátegundir í hverjum reit voru tvær og upp í níu talsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.