Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.03.2018, Blaðsíða 39
 SKINFAXI 39 Dæmi um það sem félögin ætla að gera • Kynna íþróttastarf á 2–3 tungumálum í fyrirtækjum þar sem mikið af erlendu fólki starfar. • Fá foreldra til að verða tengiliði við erlendar fjölskyldur. • Dreifa kynningarriti um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf á nokkrum tungumálum. • Fá skólayfirvöld í samstarf og spyrja um íþróttaiðkun á viðtalsdögum í grunnskóla. „Það er best að ná til barnanna í gegnum skólana, jafn vel strax í leikskóla, þar sem innflytjendur/nýbúar vita ekki alltaf hvernig íþrótta- og tómstundastarf virkar hérlendis. Það þarf að kynna fyrir þeim frí- stundakortið á þeirra eigin tungumáli. Starfsfólk íþróttafélaga eða fulltrúar þeirra gæti líka kom- ið á vettvang og haft kynningu á frístundakort- inu og íþróttastarfinu í skólum eða með því að senda tölvupósta og bæklinga á tungumáli við komandi. Það er alltaf gott fyrir barnið að stunda skipulegar íþróttir og tómstundastarf. Það hefur jákvæð félagsleg, líkamleg og and- leg áhrif. Svo aðlagast barnið og fjölskyldan betur nýju samfélagi í gegnum íþróttirnar.“ „Ég held að erlent fólk, sem flytur hingað, haldi að ýmislegt hæpið í lífsháttum geti fylgt íþróttum á Íslandi eins og gjarn- an gerist í heimalöndum þess. En þannig er það ekki hér. Á Íslandi hafa íþróttir mikið forvarnagildi. Það verður að leggja áherslu á þetta og kynna íþróttir bet- ur fyrir foreldrum barna af erlendum uppruna. Senni- lega myndi það skila mestum árangri að fara með kynningar inn í skólana.“ Maciej Baginski var fimm ára þegar fjölskylda hans fluttist frá Póllandi til Sandgerðis. Hann byrjaði þar í fótbolta en færði sig yfir í körfubolta þegar fjölskyldan fluttist til Njarðvíkur. Mikilvægt að kynna frístundakortin Fjolla Shala, knattspyrnukona í meistaraflokki Breiðabliks. Hún er fædd í Kosovo en fluttist með foreldrum sínum til Þýska - lands þegar hún var hálfs árs gömul. Árið 1998 flutti fjöl- skyldan til Íslands. Þá var Fjolla fimm ára. Fjórum árum síðar hóf hún að æfa knattspyrnu með Leikni í Breiðholti. Fjolla hefur ekki farið leynt með það að í kringum 12 ára aldurinn var hún farin að sækja í félagsskap unglinga sem var ekki góður en hafði talsverð áhrif á hana. Fótboltinn var haldreipi hennar og veitti henni stöðugleika. Fjolla spilar í dag fyrir Breiðablik og hefur landað tveimur Íslands - meistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum með liðinu. Fjolla hefur auk þessa spilað með kvennalandsliði Kosovo í knattspyrnu frá síðasta ári. Maciej var með forvitnilegt örerindi á blaðamannafundi við kynningu á verkefninu Vertu með á dögunum ásamt taekwondo- konunni Samar E. Zahida. Þar hvatti hann alla foreldra af erlendu bergi brotna til að skrá börn sín í íþróttir. Hann sagði foreldra sína hafa ferðast með sér á mót víða um land. Þau hafi eignast nýja vini í gegnum íþróttir hans og aðlagast samfélaginu mun betur en ella. Íþróttir höfðu því haft mikil jákvæð áhrif á fjölskylduna. Maciej spilar með meistaraliði karla í körfubolta í Njarðvík og með íslenska landsliðinu í körfubolta. Leggja þarf áherslu á forvarnagildi íþrótta UMFÍ og ÍSÍ héldu blaðamannafund í tengslum við útgáfu bæklingsins Vertu með þar sem styrkjum var úthlutað til félaganna fimm er ætla að vinna að því að fjölga börnum af erlendu bergi í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Á fundinn mætti Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Hún lýsti yfir ánægju með framtakið og sagði það lofsvert. Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókn og greiningu, gerði grein fyrir könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 8.–10. bekk grunnskóla árið 2016. Niðurstöðurnar benda til að 56% barna og ung- menna stundi nær aldrei íþróttir þar sem engin íslenska er töluð á heimil- inu og 46% barna og ungmenna þar sem íslenska er annað tungumál. Þetta sagði hún sláandi tölur. Ekki var þó spurt um fæðingarland þeirra sem tóku könnunina. Það verður gert næst.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.