Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 4

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 4
4 SKINFAXI R addir, við heyrum þær alls staðar. Raddir sem við heyrum með eyrun- um, raddir sem við heyrum með hjartanu (svo eru það raddirnar inni í höfðinu á okkur sem enginn annar heyrir en þær eru annað mál). Síðan eru það raddirnar sem eru í uppáhaldi hjá mér, raddir ungmenna! Alltof oft heyri ég ungmenni segja: „Af hverju ætti ég að segja það sem mér finnst? Það hlustar hvort eð er enginn á mig!“ En hafið ekki áhyggjur. Þótt að erfitt geti verið að láta heyra í sér, stundum mjög erfitt, er til fólk sem leggur við hlustir. Síðastliðin sex ár hefur síðasta vikan fyrir páska verið besti tími ársins í lífi mínu. Þá koma saman nærri því hundrað ung- menni alls staðar að af landinu, á hina árlegu ungmennaráðstefnu Ungt fólk og lýðræði (UFL) sem ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir. Þarna fá ungmenni tækifæri til að segja skoðun sína á samfélaginu. Þessar skoðanir hafa verið alveg geggjað- ar. Það er hreinn unaður að fá að koma og vera með öllu þessu unga fólki og finna fyrir því að þarna er framtíðin komin. Framtíðin er okkar og ég get ekki beðið eftir henni. Ungmenni hafa nefnilega skoðun á svo mörgu, pólitík og umhverfismálum, geð- heilbrigði, samgöngumálum og mennta- málum – þau hafa skoðun á ÖLLU! Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur í gegnum árin verið uppspretta margra hugmynda. Þar má nefna #718-herferð- ina sem ætlað var að vekja athygli á and- legum veikindum ungmenna og frumvarp sem fór inn á Alþingi um lækkun kosninga- aldurs í sveitarstjórnarkosningum. En ráð- stefnan hefur líka búið til tækifæri fyrir ungt fólk, sem dæmi má nefna málþing um umferðaröryggi og ungmennalýðræði og svo mætti lengi telja. Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði hefur líka verið hvatning fyrir ungmenni alls staðar á landinu til þess að virkja jafn- aldra sína innan sveitarfélagsins og stofna með þeim ungmennaráð. Það gefur þeim kraft til að láta rödd sína heyrast í nær- umhverfinu. Það skiptir máli. Þegar ráðstefnan var fyrst haldin, árið 2009, voru ungmennaráð í fjórtán sveit- arfélögum. Núna eru ráðin í 42 sveitar- félögum, takk fyrir. Til viðbótar má ekki gleyma þeim ótal ungmennaráðum sem eru innan félagasamtaka, eins og ung- mennaráð UMFÍ sem hefur rutt margar brautir. Þessi árangur hefði aldrei orðið ef ekki væri fyrir þau ungmenni sem létu í sér heyra. Við erum hvergi nærri hætt því að alltaf má gera betur. Rödd okkar þarf að heyr- ast víðar. Ég get varla beðið eftir næstu ráðstefnu. Ég er svo spennt. Næsta ráðstefna verð- ur haldin í Borgarnesi dagana 10.–12. apríl. Þar hlakka ég til að sjá fólk sem ég hef kynnst á fyrri ráðstefnum, kynnast nýj- um og hlusta á mínar uppá- halds RADDIR! Ungt fólk er ekki bara framtíðin, við erum til núna og höfum áhrif í dag! Sjáumst í Borgar- nesi! Efnisyfirlit 8–9 Óformlegt nám og félagsfærni á nýjum stað 24–25 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru dyr að betri heimi 43 Iðkendur eru hluti af fjölskyldunni 6 Fólk kynnist nýjum greinum 10 Áherslan á kynjajafnrétti og jaðarhópa í íþróttum 12 Íþróttahreyfingin þarf að ná betur til fatlaðra 21 Félög í vanda leita til UMFÍ 22 Hefur áhyggjur af veðmálum íþróttafólks 26 Gott að vita hvert er hægt að leita 28 Heimasíðan er andlit félaga 30 Námskeið sameina aðildarfélögin 32 Stelpur halda áfram að hreyfa sig 33 Hvernig er staðan á þínu svæði? 34 Gaman þegar fólk heldur áfram að stunda íþróttir 36 5 ráð til að fjölga sjálfboðaliðum 37 Nokkur ráð við að taka myndir á farsíma 38 Viðbragðsáætlun Æskulýðs- vettvangsins 40 Börnin þekkja pannavellina frá Unglingalandsmótinu Leiðari Raddir ungs fólks 14–19 Við eigum ekki að vera hrædd við tæknina Elísabet Kristjánsdóttir situr í ungmennaráði UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.