Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 6
6 SKINFAXI Skinfaxi 1. tbl. 2019 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Tímaritið, sem kemur út ársfjórðungslega, dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goð- sagnaverunnar Dags er ók um himin- hvolfið í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. ÁBYRGÐARMAÐUR Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. RITNEFND Gunnar Gunnarsson formaður, Eiður Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir, Guðmunda Ólafsdóttir og Örn Guðnason. UMBROT OG HÖNNUN Indígó. LJÓSMYNDIR Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, Eysteinn Auðar Jónsson, Haraldur Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Jón Aðalsteinn Bergsveins- son, Oscar Rybinski, Ólafur Þór Jónsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir o.fl. PRÓFARKALESTUR Helgi Magnússon. AUGLÝSINGAR Styrktarsöfnun. PRENTUN Oddi. FORSÍÐUMYND Forsíðumyndina tók Ólafur Þór Jónsson á Paralympics-deginum í Laugardalshöll í september árið 2018. Á Paralympic- deginum geta gestir kynnt sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og prófað ýmsar íþróttir. STJÓRN UMFÍ Haukur Valtýsson, formaður, Örn Guðnason, varaformaður, Hrönn Jónsdóttir, ritari, Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri, Ragnheiður Högnadóttir, meðstj., Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi, og Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi. VARASTJÓRN UMFÍ Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 568 2929. umfi@umfi.is www.umfi.is STARFSFÓLK UMFÍ Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynning- arfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og fram- kvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Sabína Steinunn Hall- dórsdóttir, landsfulltrúi og verkefna- stjóri, Ragnheiður Sigurðardóttir, lands- fulltrúi og verkefnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. UMFÍ Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmenna- félaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfingunni eru nú um 160.000 félagar í rúmlega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. „Ég hef verið duglegur við að fá fólk til að koma og prófa. Öll- um finnst það gaman. Starfsmannafélög og vinnuhópar eru dug- leg við að koma og það skilar sér í iðkendum. Svo þarf fólk ekki að eiga boga og annan búnað því að við lánum allt, boga, örvar og skotmörk og bjóðum upp á heimilislega og góða aðstöðu undir stúkunni á Torfunesi,“ segir Kristján G. Sigurðs- son, bogfimiþjálfari og aðalsprauta bogfimideildarinnar á Ísafirði. Skotfélag Ísafjarðar hlaut um síðustu áramót hvatningarverð- laun Ísafjarðarbæjar 2018. Félagið fékk verðlaunin fyrir öflugt starf bogfimideildarinnar. Deildin er innan Skotíþróttafélagsins og er til þess að gera ný, stofnuð árið 2015. Skotíþróttafélag Ísafjarðar er aðildarfélag Héraðssambands Vestfirðinga (HSV), sambandsaðila UMFÍ. Kristján segir íbúa Ísafjarðarbæjar hafa úr mörgum íþróttum að velja og því sé auðvitað svolítið krefjandi að kynna nýja grein til sögunnar í bænum. „Eins og allir vita eru skíðaíþróttir öflugar hér og körfubolti og fótbolti líka. Margir spila golf og svo hlaupa aðrir. Ég hef því reynt að höfða til þeirra sem passa ekki inn í hefðbundnar íþróttir,“ segir Kristján og bætir við að fólk á öllum aldri hafi komið til að reyna sig í bogfimi. Þeir sem það geri falli fyrir íþróttinni. Bogfimi er fyrir alla aldurshópa Á meðal þeirra sem hafa sýnt bogfimi áhuga er nemandi við Menntaskóla Ísafjarðar en hann fékk að æfa bogfimi sem val á öðrum vetri í íþróttanámi skólans. Eldri borgarar eru á meðal þeirra sem eru áhugasamir um bog- fimi.„Hjá okkur er áreiðanlega elsti iðkandi á landinu. Sá er 82 ára og nýhættur að spila golf því að hann átti orðið erfitt með að ganga langar vegalengdir. En hann getur dregið boga, keypti sér einn slíkan og er mjög áhugasamur,“ segir Kristján. Fólk kynnist nýjum greinum þegar það fær að prófa Facebook virkar best Bogfimideildin á Ísafirði er lítið auglýst út á við. Deildin er með einfalda vefsíðu sem Kristján bjó til og þar er helstu upplýsingar að finna. Hann segir Facebook-síðu deildarinnar samt virka best til að vekja athygli á starf- seminni. Kristján setur inn fréttir um bogfimideildina á Facebook og deilir þar ýmsu áhugaverðu um bogfimi úti í hinum stóra heimi. „Facebook gerði gæfumuninn fyrir okkur. Fólk fylgist með okkur þar og deilir efni af henni fyrir deildina. Það vefur utan á sig. Facebook þrælvirkar og vakti athygli á okkur út fyrir svæðið,“ segir hann. Facebooksíðan: https://www.facebook.com/isboginn/ Skotíþróttafélag Ísafjarðar hlaut í ársbyrjun hvatningar- verðlaun Ísafjarðar 2018. Kristján bogfimiþjálfari segir bogfimi höfða til þeirra sem passa ekki inn í hefðbundnar íþróttir.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.