Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 9

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 9
 SKINFAXI 9 Þ egar ráðist var í framkvæmdir í heimavist Íþróttakennara- skólans á Laugarvatni fannst margt gamalla muna frá fyrri tíð. Þeir munu fá sérstakan sess í Ungmenna- og tómstunda- búðunum. Þar á meðal er fótbolti sem notaður var á 12. Landsmóti UMFÍ er haldið var á Laugarvatni sumarið 1965. Þetta mót hefur verið kallað móðir allra Landsmóta. Veður var einmuna gott um mótshelgina og sóttu það í kringum tuttugu þús- und manns í sól og blíðu. Landsmótið er með þeim þekktari í sögu UMFÍ. Þar var eins og ætíð keppt í ýmsum greinum á dag- inn en hljómsveitir skemmtu á kvöldin. Þar á meðal voru heitustu bönd landsins á borð við Hljóma. Hljómsveitin Mánar frá Selfossi komu þar í fyrsta sinn fram og var söngvarinn og gítarleikarinn Ólafur Þórarinsson, ætíð þekktur sem Labbi í Mánum, þá aðeins 15 ára. Fjölbreytt starfsemi hefur verið í Íþróttamiðstöðinni á Laug- arvatni í gegnum tíðina. Um árabil sváfu þar nemendur Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni. Þar var líka íþróttamiðstöð á vegum UMFÍ, ÍSÍ og menntamálaráðuneytis og það var nýtt til námskeiðahalds, fyrir æfingabúðir og alls konar íþróttatengda starfsemi. Hlutverk Íþróttakennaraskólans á Laugarvatni var m.a. að búa nemendur undir kennslu í skólaíþróttum og skyndihjálp og enn fremur að búa nemendur undir kennslu í íþróttum og félagsstörfum hjá ungmenna- og íþróttafélögum og stofnun- um. Námið var í tvö ár eða fjögur misseri. Inntökuskilyrði í Íþróttakennaraskólann voru þau að nemandi væri heilsu- hraustur og vel hæfur til íþróttaiðkana og ekki yngri en 18 En aftur að boltanum. Á hann ritaði knattspyrnulið Ungmenna- félags Keflavíkur nöfn sín. Eitt nafn á boltanum vekur athygli. Þar var á ferðinni Rúnar Júlíusson sem var á þessum tíma bæði stórstjarna í fótbolta og á tónlistarsviðinu en eins og þjóðin veit var hann einn fjórmenninganna í Hljómum. Á mótinu spilaði Rúnar í liðinu og varði kvöldunum á sviðinu með félögum sínum í Hljómum. Spileríið kom ekki niður á hæfileikum Rúnars á vellinum því að liðið varð Landsmótsmeistari í knattspyrnu. Rúnar sneri aftur á Laugarvatn með Hljómum þrjátíu árum síðar þegar Landsmót UMFÍ var haldið þar árið 1994 og mundi vel eftir því þegar hann sótti mótið þrjátíu árum fyrr. Boltinn frá móður allra landsmóta Íþróttaandinn í húsinu ára á árinu, reglusamur, heilbrigður og góður félagi. Krafist var stúdentsprófs, kennaramenntunar eða annarrar uppeldis- menntunar. Á heimavistinni í Íþróttamiðstöðinni rúmuðust 58 nemendur og var hvert herbergi fyrir tvo nemendur. Þegar Háskóli Íslands ákvað að flytja nám í íþrótta- og heilsufræðum frá Laugarvatni til Reykjavíkur afsalaði ríkis- sjóður sér eigninni og fékk sveitarfélagið Bláskógabyggð hana að fullu í ágúst árið 2017. Með fylgdu íþróttahúsið og sundlaugin. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, minntist þess einmitt við undirritun samnings við UMFÍ þar sem hann sat með Hauki Valtýssyni, formanni UMFÍ, að hann hafi notað sama penna til að skrifa undir samninginn þegar Benedikt Jóhannesson, þá fjármála- og efnahagsráðherra, skrifaði undir fyrir hönd ríkisins.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.