Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 23

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 23
 SKINFAXI 23 Karlar í vanda en konur ekki Spilavandi reyndist meiri hjá körlum og töldust 14,4% karla glíma við spilavanda eða voru í nokkurri áhættu á að þróa með sér spilavanda. Engin kona var hins vegar í þeim hópi. Guðmundur segir í ritgerðinni að það að hlutfall veðmála á leiki eigin deildar og eigin leiki sé hærra meðal leikmanna, sem stunda handboltagetraunir, geti stutt þá hugmynd að freistnivandi til að hagræða úrslitum verði meiri meðal þessara leikmanna. Áhyggjur og bann við veðmálum Þátttakendur voru spurðir hvort þeir teldu að HSÍ ætti að hafa áhyggjur af því hvort að leikmenn eða þjálfarar væru að veðja á leiki í íslenskum handbolta. Rúmlega 47% leikmanna töldu að HSÍ ætti ekki að hafa áhyggjur, 29,3% voru hlutlausir en alls 23,4% leikmanna töldu að HSÍ ætti að hafa áhyggjur af því hvort leikmenn eða þjálfarar væru að veðja á leiki í íslenskum handbolta. Fleiri konur (29,8%) voru sammála því að HSÍ ætti að hafa áhyggjur en karlar (16,9%). Þátttakendur voru leikmenn íslenskra félagsliða í hand- bolta sem voru skráð í Íslandsmót Handknattleiks- sambands Íslands (HSÍ) veturinn 2017/2018. Sam- kvæmt HSÍ eru 20 lið með um það bil 812 íslenska leikmenn, 18 ára og eldri skráða til leiks og tóku 309 leikmenn þátt í rannsókninni sem er rúmlega 38% af heildarfjölda leikmanna. Þátttakendur voru á aldrinum 18–42 ára og skiptust í 174 karla og 135 konur. Íþróttagetraunir eru vinsælasta tegund peningaspila en 6,5% leikmanna, sem þátt tóku í könnuninni, veðjuðu vikulega eða oftar á úrslit eða atburði ýmissa íþrótta. Næstvinsælasta peningaspilið er póker ásamt spilakössum og lottó. Karlar 28,8% spila vikulega eða oftar. 13,8% glíma við spilavanda. HVERJIR VEÐJA? VEÐMÁL Konur 2,3% spila vikulega eða oftar. 0,6% glíma við spilavanda.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.