Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 32

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 32
32 SKINFAXI Margir þættir valda því að unglingar missa áhuga á íþróttum. Þar á meðal eru tímaskortur, stytting framhaldsnáms, æfinga- álag og stuðningur við iðkunina. Stelpur á Akureyri vantar stuðning og jákvæðara viðmót við íþróttaiðkun sína. Þótt þær hætti að stunda íþróttir í skipulögðu starfi hreyfa þær sig áfram með einhverjum hætti. Það er jákvætt. En um leið nær meirihluti ungmenna ekki ráðlögðum hreyfivið- miðum á hverjum degi, að því er fram kemur í meistaraprófsrit- gerð Örnu Benný Harðardóttur við menntavísindasvið Háskóla Íslands, frá sumri 2018. Niðurstaða Örnu var sú að aukið álag, sem stytting fram- haldsskólans veldur ungmennunum, sé meðal áhrifaþátta fyrir brottfallinu. Kynjamunur hafi komið skýrt fram í sambandi við stuðning og hvatningu við íþróttaiðkunina. Stelpur vanti fremur stuðning og jákvæðara viðmót við íþróttaiðkun sína en stráka. Þá segir í ritgerðinni að það sé jákvæð þróun að þátttaka ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi sé að aukast. Brottfallið sé mest á unglingsárum og er það töluvert. Stelpur heltast frekar úr lestinni en strákar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áhugaleysi sé stærsti áhættuþátturinn þegar kemur að brottfalli ungmenna úr skipulögðum íþróttum. Áhugaleysið verður til af mörgum mismun- andi og stundum samvinnandi þáttum. Þar má helst nefna pressu og kröfur, æfingaálag, tímaskort, að hafa annað að gera, vini utan íþróttanna, áhrif foreldra og þjálfara. Aukið álag í námi vegna styttingu framhaldsskóla hefur einnig áhrif og veldur því að fleiri hætta að iðka íþróttir. Í ritgerðinni var notuð eigindleg aðferð við gagnaöflun. Arna skoðaði þar viðhorf og hugmyndir tíu stelpna og tíu stráka á aldrinum 15–18 ára á Akureyri um brottfall ungmenna úr íþróttum. Þátttakendur voru ýmist enn í skipulagðri íþróttaiðkun eða voru hætt og komu úr fjölbreyttum íþróttum, einstaklings- og hópíþróttum. Einnig svöruðu ungmennin bakgrunnsblaði. Hægt er að lesa alla ritgerðina á: https://skemman.is/bitstream/1946/31677/1/ Arna_Benny_Hardardottir.pdf Sjá: Brottfall ungmenna úr íþróttum Hugmyndir og viðhorf ungra Akureyringa. Stelpur halda áfram að hreyfa sig

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.