Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 33

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 33
 SKINFAXI 33 Embætti landlæknis tekur saman lýðheilsuvísa eftir heilbrigðis- umdæmum á Íslandi. Það er liður í því að veita yfirsýn yfir lýð- heilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heil- brigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrk- leika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan. Það gagnast líka stjórnendum ungmennafélaga um allt land. Hvernig er staðan á þínu svæði? Landið allt 343.400 Höfuðborgarsvæðið 219.681 Suðurnes 24.882 Vesturland 18.167 Vestfirðir 6.042 Norðurland 36.061 Austurland 10.398 Suðurland 28.170 Íbúafjöldi á Íslandi 31. desember 2018. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi (8.–10 bekkur). Landið allt Höfuðb.svæðið Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland Austurland Suðurland 10% 20% 30% 40% 50%0% 60% 70% 80% 90% 100% Sigríður Lára hjá HSV: Íþróttaskólinn hefur mikil áhrif á þátttöku Eftirtektarvert er í lýðheilsuvísum að hlutfallslega flest börn í 8.–10. bekk grunnskóla í skipulögðu íþróttastarfi eru á Vest- fjörðum. Hlutfallslega fæst eru börnin á Austurlandi og á Vestur- landi. En hver er skýringin? „Ég er viss um að Íþróttaskóli HSV á Ísafirði og Héraðssam- bandsins Hrafna-Flóka hefur mikil áhrif á það hversu góð þátt- taka barna er í skipulögðu íþróttastarfi á Vestfjörðum. Með skólanum náum við til margra barna á Vestfjörðum,“ segir Sig- ríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Fram kemur í lýðheilsuvísunum að 53,5% barna í þessum bekkjum tóku samkvæmt upplýsingum frá 2018 þátt í skipu- lögðu íþróttastarfi. Til samanburðar er landsmeðaltalið 52,1%. Þetta er hæsta þátttökuhlutfallið á Íslandi. Sigríður Lára segir nokkra aðra þætti skipta máli. „Það er mikil nánd í byggðarlögum á Vestfjörðum, fólkið færra en víða annars staðar og auðvelt að ná til fólks, bæði barna og for- eldra þeirra. Með Íþróttaskólanum náum við til margra og svo er kraftmikið barna- og unglingastarf í félögunum. Það skilar sér í meiri líkum á því að börnin velji sér íþróttagrein sem þau þekkja.“ Gunnar hjá UÍA: Unnið markvisst að því að fjölga þátttakendum Fram kemur í lýðheilsuvísunum að þátttaka barna í 8.–10. bekk í skipulögðu íþróttastarfi er hlutfallslega með minnsta móti á Austurlandi. Hlutfallið þar er 44,2% samanborið við 53,5 á Vestfjörðum þar sem það er hæst. Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands (UÍA), segir helstu skýringuna liggja í því hvað umdæmið er víðfemt og byggðirnar smáar, það nái frá Vopnafirði niður til Djúpavogs og fáar greinar í boði á sumum stöðum. Gjarnan séu það einstaklingar sem bretti upp ermar og lyfti grettistaki. UÍA hafi á sumrin haldið námskeið um allt svæðið og mikið líf sé líka á sumrin. Óvíst er hvort sumarhátíðir og ein- staka viðburðir séu inni í upplýsingum Lýðheilsuvísanna. „Við höfum unnið mjög markvisst að því að fjölga þátttakend- um í skipulögðu íþróttastarfi. Það sem máli skiptir er að bjóða upp á þjónustu sem styður við æfingar. Nú er sem dæmi farið að aka börnum frá Stöðvarfirði á æfingar á Reyðarfirði. Lið eru líka sameinuð af fjörðunum til að keppa í knattspyrnu. Nú er mikið líf er í bæjunum,“ segir hann og ítrekar að á mörgum stöð- um þurfi aðeins einn eldhuga til að fá fólk til að æfa íþrótta- greinar. Það hafi gerst í blaki á Seyðisfirði en þar nýtur greinin mikilla vinsælda hjá yngri iðkendum. Sömu sögu er að segja af uppgangi körfuboltans á Eskifirði. „Ég sé ekki betur en að íþróttalífið blómstri á Austurlandi,“ segir Gunnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.