Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 34

Skinfaxi - 01.01.2019, Qupperneq 34
34 SKINFAXI „Það er gaman að stunda íþróttir. En hvað er það sem er gaman?“ spyr Benja- mín Freyr Oddsson, nemandi í íþróttasál- fræði við Stirling-háskóla í Skotlandi. Hann vinnur að lokaverkefni sínu við skólann um þessar mundir þar sem hann skoðar tengsl barna og íþrótta. Sjónarhorn Benja- míns er dulítið annað en venja er. Hann segir marga hafa velt því fyrir sér hver ástæðan sé fyrir því að ungmenni hætta að stunda íþróttir. Færri hafi hins vegar skoðað í þaula hvað valdi því að ung- menni haldi áfram að stunda íþróttir. „Þegar ég fór út í námið var ég að pæla í því hvernig ég gæti komið heim og hjálpað íþróttafólki til að vinna úr stressi og kvíða. En svo bankaði sú hugsun upp á hjá mér að halda áfram að vinna með börnum. Ég hef gaman af því, er þokkalega góður í því og hef lengi unnið með þeim. Innri rödd mín sagði mér að halda því áfram,“ segir Benjamín. Hann lagðist yfir bækur og greinar sem fjalla um ástæður þess að börn hætta að stunda íþróttir og rýndi í kenningar. Flestir rann- sóknir af þeim toga virðast gerðar með megindlegri aðferðafræði og þátttak- endum sendur spurningalisti sem þeir fylla út. Geggjað að vera í íþróttum Benjamín er frá Hvammstanga og hefur sjálfur æft ýmsar íþróttir, þar á meðal fót- bolta og körfubolta með Ungmennafélaginu Kormáki, aðildarfélagi Ungmenna- félags Vestur-Húnvetninga (USVH). Hann er íþróttafræðingur frá Laugarvatni og þjálfaði þar bæði meistaraflokk kvenna og yngri flokka Laugdæla, auk þess að hafa þjálfað yngri flokka Kormáks í fótbolta og körfubolta hjá Aftureldingu. Benjamín hefur leikið með uppeldisfélagi sínu síðustu ár en áður æfði hann með Þór Akureyri og Val, spilaði með meistaraflokki Laugdæla í körfubolta og fleira. „Ég hef sjálfur verið á miklum þeytingi í íþrótta- starfi. Ég sótti öll Unglinga- landsmót UMFÍ eftir því sem ég gat, bæði sem iðkandi og síðar sem þjálfari. Það er svo skemmtilegt við íþróttir að þar kynnist maður mörgu fólki sem er til- búið til að leggja mikið á sig fyrir starfið. Mér finnst það alveg geggjað.“ Ræddi við fjölda ungmenna Í rannsókn sinni ræddi Benjamín við sjö börn af báðum kynjum í íþróttum í tveimur hópviðtalstímum. Auk þess tók hann viðtöl við hvern og einn þátttakanda. Í viðtölunum er allt sagt í trúnaði og ekki hægt að rekja upp- lýsingarnar til þátttakenda. Að viðtöl- um loknum mun Benjamín skoða hvort mynstur sé í svörunum og hvað hægt sé að tengja saman. „Þegar ég byrjaði fyrsta hópfund- inn sögðu börnin ekki mikið. Þá átt- aði ég mig auðvitað á því að ég var eins og þau þegar ég var á þessum aldri. Ég hefði ekki sagt neitt við þá sem ég hafði aldrei séð áður eða talað við. Ég gat þess vegna ekki búist við því að þau myndu tala út í eitt,“ segir hann og bætir við að þegar hópurinn hafi hrist sig saman hafi samræðurnar komist á flug. Gaman þegar fólk heldur áfram að stunda íþróttir Benjamín Freyr Oddsson er í meistara- námi í íþróttasálfræði í Skotlandi. Benjamín ætlaði að skoða ástæðu þess að börn og ungmenni hætta að stunda íþróttir. Hann breytti hins vegar um stefnu og veltir nú fyrir sér hvað það sé sem valdi því að börn vilja halda áfram í íþróttum.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.