Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 35

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 35
 SKINFAXI 35 Würth á Íslandi ehf www.wurth.is Norðlingabraut 8 Reykjavík Bíldshöfði 16 Tryggvabraut 24 AkureyriReykjavík Lífið verður flóknara Benjamín segir mikið hafa verið skrifað um ástæður þessa. Hann hafi því farið út fyrir kassann til að horfa á málið út frá annarri hlið. Hann viðurkennir að eftir mikla leit hafi hann ekki fundið mikið efni sem fjalli um málið frá hans sjónarhorni. „Það er tilhneiging til þess að flest 13–15 ára börn hætti að stunda margar íþrótta- greinar og taki að einbeita sér að einni grein. Þau sem gera það ekki hætta í íþróttum. Ástæðan fyrir því er sú að iðkun- in er komin á alvarlegra stig, þetta er mikil skylda og þau sem halda áfram ætla sér að komast langt. Um leið er þrýst á ung- menni að standa sig í skóla ásamt mörgu fleiru,“ segir hann og bætir við að fyrst að miklar upplýsingar séu til um ástæðu þess að ungt fólk hættir í íþróttum hafi hann vilja skoða hvað valdi því að þau haldi áfram og vilji fara af einni æfingu á aðra. Styrkjum það sem er gott Benjamín segir engar endanlegar niður- stöður liggja fyrir. Hann hafi þó ákveðna tilfinningu fyrir nokkrum þáttum sem skili því að börn hætta ekki að stunda íþróttir. „Það er gaman að stunda íþróttir. Þú verður oftast að hafa gott bakland heima fyrir og góða upplifun af iðkuninni á heimil- inu. Foreldrarnir þurfa að styðja iðkand- ann. En svo þarf þjálfarinn að vera skemmtilegur, sem felur í sér að hann sé með fjölbreyttar æfingar og að hann sé tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu fyrir börnin. Félagsskapurinn þarf að vera góð- ur. Í stuttu máli þarf umhverfið að vera gott,“ segir hann og ætlar í framhaldi af þessu að skoða hvað einkenni góðan þjálfara, góðar æfingar og þar fram eftir götunum. En lumar Benjamín á ráðum? „Jú, ég lít svo á að að auðvitað verði að bæta úr því sem er slæmt. En það er svo margt gott í starfsemi íþróttafélaga og þess vegna megum við ekki gleyma að styrkja það sem er gott.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.