Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 37

Skinfaxi - 01.01.2019, Page 37
 SKINFAXI 37 Algengara er núorðið að taka myndir á farsíma en með myndavél. Kosturinn við að taka myndir á farsíma er sá að auðveldara og fljótlegra er að deila myndunum á samfélagsmiðlum ungmennafélagsins. Mikilvægt er samt að hafa í huga, áður en mynd er tekin, að passa upp á nokkur atriði. Gott myndefni getur nefnilega orðið ónothæft ef myndatakan er léleg. Nokkur ráð við að taka myndir á farsíma Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: • Hvað ætlarðu að gera við myndina? Ef myndin er hugsuð til prentunar í dagblaði eða þú vilt góða mynd á vefsíðu sem lifir lengi þá er betra að nota myndavél og hugsa um sjónarhorn sem kemur vel út á mynd. Upplausnin á myndinni þarf að vera góð, að minnsta kosti 2 MB og meira. Notaðu frekar myndavél. • Passaðu að pússa linsuna á myndavél símans. Það geturðu gert með skyrtulafi eða þurrum klút. • Stilltu fókusinn á myndefnið. Fátt er verra en mynd úr fókus. Nóg er að snerta skjáinn og finna fókusinn. • Ef þú ætlar að taka mynd á síma fyrir vefsíðu félags- ins þíns þá er betra að láta símann snúa á hlið. Þetta fer þó eftir því hvar þú ætlar að setja myndina. Ef myndin er hugsuð fyrir Facebook, Twitter og Insta- gram þarf myndin að vera á lengdina. Ef myndin eða vídeóið er hugsað fyrir Snapchat, Facebook Stories og Instagram Stories er betra að láta símann snúa upp og taka mynd á hæðina. • Sjálfvirku stillingarnar í farsímum eru ágætar. En oftast er hægt að stilla ljósop og fleira og má frekar mæla með því. • Slökktu á flassinu í símanum. Það getur eyðilagt góðar myndir og gerir augun á myndefninu rauð. • Taktu ekki myndir af fólki sem stendur við glugga. Þegar það er gert er hætt við að bakgrunnurinn verði lýsandi skær og fólkið, sem þú ætlaðir að taka mynd af, í skugga. Láttu fólkið á myndinni frekar færa sig að vegg eða fyrir framan hóp af fólki.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.