Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 38

Skinfaxi - 01.01.2019, Side 38
38 SKINFAXI Sambandsaðilar og aðildarfélög UMFÍ geta nýtt sér viðbragð- sáætlun Æskulýðsvettvangsins þegar upp koma vandamál af ýmsum toga. Í viðbragðsáætluninni er að finna verkferla sem fylgja skal þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags. Viðbragðsáætlunin tekur til allra þeirra sem starfa á vegum Æskulýðsvettvangsins og þeirra félagasamtaka sem mynda saman Æskulýðsvettvanginn, sem eru Bandalag íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ungmennafélag Íslands. Hún nær til aðildarfélaga þeirra sam- taka sem mynda Æskulýðsvettvanginn, allra iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi þeirra, stjórnenda, yfirmanna, starfsmanna, sjálfboðaliða og annarra ábyrgðaraðila innan félaganna. Það eru ýmis atvik sem upp kunna að koma í íþrótta- og/ eða æskulýðsstarfi og bregðast þarf við. Erfitt er að gera þeim öllum skil en mikilvægt að hafa ákveðnar grunnreglur til að fylgja. Verkferlarnir eru einfaldir og eiga við í öllum tilvikum, óháð því hvaða ábyrgðaraðila og atvik er um að ræða. Dæmi um atvik sem viðbragðsáætlunin nær til eru agabrot, ávana- og vímuefnanotkun, einelti, kynferðisbrot, alvarleg veikindi, áföll, slys og andlát. Þegar mál, sama af hvaða toga það er, kemur inn á borð Æskulýðsvettvangsins fer það í þennan feril. Athugið að ef um grun um kynferðisbrot er að ræða skal tilkynna það strax til fagráðs Æskulýðsvettvangsins. Hefur eitthvað gerst? Hafðu þá samband við Æskulýðsvettvanginn Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins er hægt að nálgast á slóðinni www.aev.is. Hægt er hafa samband með því að senda tölvupóst á aev@aev.is. Dæmi úr viðbragðsáætluninni Kynferðisbrot líðast ekki innan félagasamtaka Æskulýðs- vettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og óheimilt er að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Með hugtakinu kynferðisbrot er átt við þá háttsemi sem lýst er sem refsiverðri í XXII. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og í barnaverndar- lögum nr. 80/2002. Til að tryggja öryggi í samskiptum og draga úr hættu á tilhæfulausum ásökunum er gott að hafa eftirfarandi í huga: • Ábyrgðaraðili og barn undir 18 ára aldri skulu aldrei vera tvö saman í lokuðu rými, ef hjá því verður komist. • Koma skal í veg fyrir snertingar sem auðvelt er að mistúlka (t.d. snertingar á sundbolasvæði). • Forðast skal óeðlileg vinasambönd ábyrgðaraðila og barna og ungmenna.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.